fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

United og Juventus töpuðu bæði – Ótrúlegur leikur í Hollandi

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tókst ekki að tryggja sér efsta sætið í riðli H í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

United heimsótti spænska liðið Valencia í hörkuleik á Mestalla vellinum en þurfti að sætta sig við 2-1 tap.

United gat tryggt sér efsta sætið með sigri en Juventus tapaði á sama tíma gegn Young Boys. Bæði lið fara þó áfram.

Manchester City lagði Hoffenheim 2-1 á Etihad vellinum. City lenti undir en kom til baka og fagnaði að lokum sigri eftir tvö mörk frá Leroy Sane.

Það er Lyon sem fer áfram ásamt City í næstu umferð en þeir frönsku gerðu 1-1 jafntefli við Shakhtar Donetsk í Úkraínu sem reyndist nóg.

Bayern Munchen og Ajax gerðu þá 3-3 jafntefli í Hollandi en það var boðið upp á ótrúlega skemmtun.

Bayern kom til baka undir lok leiksins eftir að hafa verið 2-1 undir og var með 3-2 forystu er uppbótartíminn hófst.

Á 96. mínútu leiksins tókst Nicolas Tagliafico að jafna fyrir Ajax og lokastaðan 3-3 í stórskemmtilegum leik. Bæði lið eru komin í næstu umferð.

Maximilian Wober hjá Ajax og Thomas Muller hjá Bayern fengu báðir rautt spjald í síðari hálfleik.

Valencia 2-1 Manchester United
1-0 Carlos Soler(17′)
2-0 Phil Jones(sjálfsmark, 47′)
2-1 Marcus Rashford(86′)

Manchester City 2-1 Hoffenheim
0-1 Andrej Kramaric(16′)
1-1 Leroy Sane(45′)
2-1 Leroy Sane(61′)

Shakhtar Donetsk 1-1 Lyon
1-0 Junior Moraes(22′)
1-1 Nabil Fekir(65′)

Benfica 1-0 AEK Athens
1-0 Alex Grimaldo(88′)

Ajax 3-3 Bayern Munchen
0-1 Robert Lewandowski(13′)
1-1 Dusan Tadic(61′)
2-1 Dusan Tadic(víti, 82′)
2-2 Robert Lewandowski(víti, 86′)
2-3 Kingsley Coman(90′)
3-3 Nicolas Tagliafico(96′)

Young Boys 2-1 Juventus
1-0 Guillaume Hoarau(víti, 30′)
2-0 Guillaume Hoarau(68′)
2-1 Paulo Dybala(80′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal

Tottenham vill fyrrum leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur