fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019
433Sport

Aron Einar gefur út ævisögu sína – ,,Ég hef fullorðnast í sviðsljósinu“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 09:11

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson gefur út bók fyrir jólin. Í henni opnar hann sig upp á gátt og er hún einstök innsýn í líf atvinnumannsins, ævintýri landsliðsins sem öll þjóðin fylgdist með og
það sem gerist bak við tjöldin þegar myndavélarnar eru fjarri. Bókin, sem skráð er af Einari Lövdahl Gunnlaugssyni, ber heitið Aron – sagan mín.

„Þetta er hugmynd sem ég hef verið með í maganum lengi. Ég byrjaði að skrifa hjá mér punkta og hugleiðingar í kringum EM-ævintýrið. Það var svo fyrir rúmu ári sem ég ákvað að láta verða af því að gefa út bók og vinna við hana hófst í byrjun þessa árs,“
segir Aron og bætir við;

„Ég hef að vissu leyti fullorðnast í sviðsljósinu en þrátt fyrir það hefur fólk kannski aldrei raunverulega fengið að kynnast mér, enda rista hefðbundin fótboltaviðtöl grunnt, “ Aron leiðir lesandann frá fyrstu skrefum á Akureyri og yfir á stærsta svið heims, þar sem hann glímdi við menn á borð við Ronaldo, Messi og Modrić í lokakeppnum EM og HM.

„Fólk hefur fylgst vel með landsliðinu og stutt dyggilega við bakið á okkur í ævintýri undanfarinna ára. Mig langaði til að opna dyrnar aðeins fyrir fólki og leyfa því að skyggnast bakvið tjöldin. Segja sögur sem hafa ekki fengið að heyrast áður opinberlega og leyfa fólki að upplifa þessi ævintýri með mínum augum,“ segir Aron.

Sigrarnir eru margir en Aron ræðir einnig opinskátt um þá ákvörðun að fórna því að vera viðstaddur fæðingu sonar síns, að verða skúrkur eftir ummæli í fréttaviðtali og líkamlegu og andlegu þrekraunirnar sem fylgja álaginu í boltanum.

„Ég fer yfir ýmis þekkt atvik á ferli mínum og í raun ákvað ég að skilja ekkert undan. Ég tala til dæmis um þá ákvörðun að missa af fæðingu sonar míns til að spila leik í undankeppni HM, en ég sé þá ákvörðun í allt öðru ljósi í dag en ég gerði þegar ég tók hana á sínum tíma. Og ég tala líka um hvernig það var að upplifa að verða skyndilega skúrkur meðal þjóðarinnar vegna ummæla sem ég lét falla fyrir landsleik gegn Albaníu. Það er í raun fjölmargt sem mig hefur langað til að koma frá mér og úr því er bókin samansett,“ segir Aron að lokum. Aron – Sagan mín er væntanleg í allar betri verslanir í kringum 20. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo fer úr öllu í nýrri auglýsingu: ,,Sjáðu bunguna í nærbuxunum“

Ronaldo fer úr öllu í nýrri auglýsingu: ,,Sjáðu bunguna í nærbuxunum“
433Sport
Í gær

Spáin fyrir Pepsi deild karla: Efsta sætið kemur engum á óvart

Spáin fyrir Pepsi deild karla: Efsta sætið kemur engum á óvart
433Sport
Í gær

Mun utanríkisráðherra styðja erkifjendur sína í kvöld? – Kokkur Morgunblaðsins gæti fagnað sigri

Mun utanríkisráðherra styðja erkifjendur sína í kvöld? – Kokkur Morgunblaðsins gæti fagnað sigri
433Sport
Í gær

Hollywood stjarna átti að vita betur: Ákvörðun sem fór illa í marga

Hollywood stjarna átti að vita betur: Ákvörðun sem fór illa í marga