fbpx
Mánudagur 27.maí 2019
433Sport

Á Íslandi hafa karlar meiri áhuga á knattspyrnu kvenna en konur gera

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Naumlega 17% Íslendinga fylgdust með pepsi-deild kvenna á nýliðnu sumri og um 26% með pepsi-deild karla. Aðeins tæplega 4% svarenda fóru á leik í pepsi-deild kvenna og á bilinu 10-11% á leik í pepsi-deild karla. Þetta kom fram í könnun sem Maskína gerði.

Að meðaltali fóru þeir sem mættu á leiki í pepsi-deild kvenna á 3,35 leiki en þeir sem fóru á leiki í pepsi-deild karla mættu að meðaltali á 5,97 leiki.

Af vef Maskínu:

Áhugi á íslenskri knattspyrnu er algengari meðal karla, óháð því hvort um kvenna- eða karlaknattspyrnu er að ræða. Mun hærra hlutfall karla (23%) en kvenna (10%) fylgist með pepsi-deild kvenna og það sama á við um pepsi-deild karla, en 37% karla og 14% kvenna fylgjast með henni.

Aldurshópurinn 40-49 ára fylgist frekar með báðum deildum, er líklegri til að fara á fótboltaleiki beggja kynja og fer að meðaltali á flesta leiki. Það sama er að segja um þá sem hafa hæstar heimilistekjur, þ.e. 1.200 þúsund eða hærri.

Íbúar Reykjavíkur eru líklegri en aðrir til að mæta á leiki í pepsi-deild karla þó þeir mæti ekki oftar á leiki. Þeir sem búa á heimili þar sem börn búa fara jafnframt mun oftar en aðrir á leiki í pepsi-deild karla og karlar fara oftar en konur á leiki í pepsi-deild karla. Ekki er marktækur munur eftir búsetu, heimilisgerð og kyni á mætingu á leiki í pepsi-deild kvenna.

Þeir sem fylgjast með pepsi-deildum en fara ekki á leiki segja ástæður fyrir því helst vera tímaskort, að liðið þeirra sé ekki í efstu deild, miðaverð, veðurfar eða búsetu.

Svarendur voru 793 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 28. september – 10. október 2018.

Skýrsluna má sjá í heild hérna.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Gerði allt brjálað með ummælum um kynþáttafordóma: ,,Þetta er ekki alvöru rasismi“

Gerði allt brjálað með ummælum um kynþáttafordóma: ,,Þetta er ekki alvöru rasismi“
433Sport
Í gær

Enginn skilur neitt: Dómarinn skoraði sjálfur og dæmdi markið gilt

Enginn skilur neitt: Dómarinn skoraði sjálfur og dæmdi markið gilt