fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
433Sport

Guðni ræðir umdeilda ráðningu landsliðsþjálfara kvenna: Spennandi teymi sem við erum komin með

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Guðni Bergsson formaður KSÍ sem mun í febrúar reyna að endurnýja umboð sitt í starfi.

Jón Þór Hauksson var fyrr á árinu ráðinn nýr þjálfari A-landsliðs kvenna og tekur við keflinu af Frey Alexanderssyni.

Sú ráðning vakti töluverða athygli en Jón Þór er að taka við kvennaliði í fyrsta sinn. Hann mun starfa með Ian Jeffs sem hefur þó töluverða reynslu af því að þjálfa konur.

Guðni er spenntur fyrir komandi tímun undir stjórn tvímenningana og er viss um að ráðningin muni borga sig.

,,Við í raun og veru eins og með karlalandsliðið höfum unnið eftir einhverjum reglum varðandi ráðninguna,“ sagði Guðni.

,,Við vorum með ákveðinn lista og veltum fyrir okkur ákveðnum kandídötum. Jón Þór var á þeim lista.“

,,Hann hafði vakið athygli sem góður aðstoðarþjálfari hjá Skagamönnum og vann gríðarlega gott starf upp á Skaga í mörg ár.“

,,Svo tók hann stuttlega við meistaraflokki og náði fínum árangri eftir að þeir voru nánast fallnir. Svo fór hann til Stjörnunnar og við vissum og heyrðum að það væri mikil ánægja með hann þar.“

,,Þannig að þegar við vorum búnir að fara yfir og ræða við nokkra á þessum lista og velta fyrir okkur möguleikum og hverjir væru tilbúnir, þá ræddum við við Jón Þór um að koma inn sem landsliðsþjálfari.“

,,Við vorum meðvituð um það að hann er ekki með bakgrunn sem kvennaþjálfari en þetta er fótbolti, fótbolti er fótbolti og auðvitað er munur á kvennabolta og karlabolta.“

,,Við töldum að með góðum aðstoðarmanni í Ian Jeffs sem hefur mikla reynslu úr þjálfun í kvennabolta þá værum við að fá spennandi blöndu af þjálfara, metnaðarfullra ungra þjálfara sem myndi virka vel á þennan hóp.“

,,Ég sé þetta líka í stærra samhengi, að horfa niður í uppbyggingu kvennaboltanns, horfa hvað við erum að gera í þjálfun niður í yngri flokka.“

,,Ég hef áhyggjur af því og hef aflað mér upplýsingar um það að kannski eru gæðin í yngstu kvennaflokkunum okkar ekki eins mikil og karla megin.“

,,Það virðist eins og þjálfarar leiti meira í karlaboltann og það er eitthvað sem við þurfum að rýna í og athuga.“

,,Svo líka í annan stað finnum við fyrir mikilli uppsveiflu í kvennaboltanum í heiminum og við þurfum að vera á varðbergi með það hvernig við getum mest bætt okkur þannig ég tel þetta þjálfarateymi vera vel í stakk búið til þess að ekki bara sinna A-landsliðinu heldur koma að uppbyggingu 21 árs landsliði kvenna og svo kvennaboltann í heild sinni.“

,,Ég held að þetta sé spennandi teymi sem við erum komin með og mér líst vel á þá. Þeir voru með æfingahelgi nýverið og ég er bjartsýnn á að þeir geti gert góða hluti með A-landslið kvenna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley
433Sport
Fyrir 2 dögum

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“