fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Elskar þú tölfræði? – Þá er Mourinho að tala við þig

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 22:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, minnti á sig í kvöld og trylltist eftir sigurmark Marouane Fellaini gegn Young Boys.

Fellaini skoraði eina mark United í 1-0 sigri í riðlakeppni Meistaradeildarinnar undir lokin og tryggði United sæti í 16-liða úrslitum.

Mourinho hefur nú útskýrt það sem gerðist eftir markið en hann tók þá upp vatnsbrúsa United og kastaði þeim af miklu afli í jörðina.

,,Ég var pirraður áður en þettra gerðist og það var mikill léttir að skora. Ég var ekki óánægður með leikmennina,“ sagði Mourinho.

,,Í lokin þá náðum við að skora en ég verð að muna eftir markvörslu David de Gea – án hans þá hefði þetta ekki verið sigurmark. Við komumst upp úr erfiðum riðli með einn leik til góða.“

Mourinho minnti svo ‘aðdáendur’ sína á það að hann sé með ansi góða tölfræði þegar kemur að deild þeirra bestu.

,,Fyrir þá sem elska mig. Ég vil bara ræða tölfræðina, fyrir þá sem elska tölfræði.“

,,Ég hef spilað 14 sinnum í Meistaradeildinni og komist 14 sinnum upp úr riðlinum. Í eina skiptið sem ég spilaði ekki þar þá vann ég Evrópudeildina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Í gær

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“
433Sport
Í gær

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“