fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Guðni áttaði sig á mögulegum erfiðleikum: Hann hafði aldrei séð svona leikjaprógram

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Guðni Bergsson formaður KSÍ sem mun í febrúar reyna að endurnýja umboð sitt í starfi.

Guðni ræddi um gengi íslenska landsliðsins en árið 2018 var alls ekki frábært fyrir strákanna okkar.

Ísland vann aðeins einn leik í janúar gegn Indónesíu og var svo skipt um þjálfar eftir HM í Rússlandi í sumar.

Erik Hamren tók við af Heimi Hallgrímssyni og er Freyr Alexandersson honum til aðstoðar.

Guðni vissi vel að tímarnir framundan væru erfiðir og talar um eitt erfiðasta leikjaprógram sögunnar hjá landsliðsþjálfara.

,,Þetta hafa verið umbreytingartímar, nýtt þjálfarateymi og maður vissi að það myndi taka einhvern tíma fyrir þá að aðlagast liðinu og öfugt,“ sagði Guðni.

,,Það var mjög gott að Freyr hafi verið inni í teyminu því hann þekkti til starfsins en Heimir hafði verið þarna í sjö ár sem aðstoðarþjálfari og þjálfari með Lars.“

,,Það lá ljóst fyrir að við værum að fara í erfiða leikjahrinu. Að mæta tveimur bestu liðum eða í topp tíu, annars vegar Belgum sem eru efstir á heimslista og Sviss sem er í áttunda sæti og á uppleið. Svo þarna laufléttur æfingaleikur við Frakka á milli.“

,,Erik Hamren sagði: ‘Ég hef sjaldan séð svona leikjaprógram.’ Þetta er mögulega erfiðasta byrjun í sögu knattspyrnunnar hjá landsliðsþjálfara, ekki bara á Íslandi.“

,,Auðvitað var þetta sérstakt og mikil áskorun. Það var spennandi að taka þátt í Þjóðadeildinni en ofan í þetta svo voru meiðsli mikið að hrjá okkur.“

,,Það vantaði einhverja sex í byrjunarliðið í fyrsta leik gegn Sviss og það var afhroð sem við hlutum í þeim leik. Eftir það höfum við sýnt ágætis leiki á köflum en fengum engin stig úr Þjóðadeildinni.“

,,Það voru góðir kaflar, bæði með unga leikmenn eins og Albert og Arnór að koma inn. Eitt og annað í leik liðsins á köflum sem var gott en við megum ekki við því að fá á okkur tvö mörk í leik og svo framvegis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður