fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
433Sport

Pabbi og bróðir Gylfa eiga stóran þátt í árangri hans: ,,Pabbi er blóðheitur og hefur alltaf verið það“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og leikmaður Everton er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Gylfi málefni sem hann ræðir iðulega ekki.

Gylfi hefur verið á toppnum í mörg ár, dregið vagninn með íslenska landsliðinu og hefur spilað vel yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, bestu og erfiustu deild í heimi. Þar er hann oftar en ekki einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Gylfi hélt ungur að árum í atvinnumennsku og lék þá með Reading í nokkur ár á Englandi.

Sigurður Aðalsteinsson og Margrét Guðmundsdóttir, foreldrar Gylfa, fylgdu honum til Englands þegar hann var 16 ára. Sigurður og Ólafur Már Sigurðsson, bróðir Gylfa, höfðu mikil áhrif á hversu langt Gylfi hefur náð sem atvinnumaður.

„Mamma og pabbi fluttu bæði með mér út,“ segir Gylfi. „Ég var fyrst hjá fjölskyldu í tvo til þrjá mánuði en þau áttu strák í liðinu, svo koma mamma og pabbi út. Þá var þetta mikið auðveldara fyrir mig. Það hjálpaði mér þá, en ég hefði alveg getað verið áfram hjá fjölskyldunni. Það segir sig sjálft að þegar maður flytur út fimmtán, sextán ára, þá er frábært að vera með fjölskylduna sér til stuðnings. Pabbi er blóðheitur og hefur alltaf verið það. Hann og bróðir minn tosuðu mig í gang í fótbolta og þjálfuðu mig, hvort sem það var í gegnum æfingar eða með því að kenna mér fótbolta þegar ég var ungur. Ég lærði heilmikið á því. Staðan er þannig í dag að það eru það margir í fótbolta, það margir góðir, að þú verður að byrja að æfa eins fljótt og hægt er.“

Gylfi er afar þakklátur bæði bróður sínum og föður fyrir að hvetja hann áfram. Það er ljóst að þessi samhenta fjölskylda á sinn þátt í velgengni Gylfa með því að styðja dyggilega við bakið á honum.

„Ég held að það hafi hert mig að vera dreginn á æfingar, samt var aldrei eins og ég vildi ekki fara en auðvitað hefði maður viljað gera aðra hluti. Ég man að eftir leiki á mínum yngri árum fóru þeir yfir leikina með mér strax eftir að þeim lauk; hvað ég gerði rétt, hvað ég gerði vitlaust og hvað ég þyrfti að bæta. Í dag hefur þetta borgað sig margfalt,“ segir Gylfi. „Ég sé það á mörgum ungum strákum í dag að þegar þjálfarinn lætur þá heyra það, þá taka þeir því illa og fara í vitlausa átt í staðinn fyrir að venjast því. Takist það, þá getur maður höndlað mótlæti þegar maður ert látinn heyra það síðar.“

Þótt Gylfi sé nú að leika á stóra sviðinu lætur sá gamli enn í sér heyra. Faðir Gylfa hringir reglulega. Hann er þá jafnvel búinn að kortleggja markmanninn fyrir næsta leik og kemur mikilvægum upplýsingum á framfæri til sonarins.

„Í síðasta leik gegn Leicester sagði hann að Schmeichel stæði alltaf framarlega. Þar hafði hann rétt fyrir sér,“ segir Gylfi sem skoraði eitt af sínum bestu mörkum á ferlinum eftir ráðleggingar frá föður
sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pistill: FH er eins og Manchester United – Vandamálið er ekki þjálfarinn

Pistill: FH er eins og Manchester United – Vandamálið er ekki þjálfarinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Davíð reiður: „Bara vit­leys­ing­ar sem þurfa að tjá sig um allt og alla“

Davíð reiður: „Bara vit­leys­ing­ar sem þurfa að tjá sig um allt og alla“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Króli kom við sögu og „bobaði“ í eigið net: ,,Laust en boba engu að síður“

Króli kom við sögu og „bobaði“ í eigið net: ,,Laust en boba engu að síður“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjörnuprýtt lið Englands er úr leik á EM: Ótrúlegt tap gegn Rúmeníu

Stjörnuprýtt lið Englands er úr leik á EM: Ótrúlegt tap gegn Rúmeníu