fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
433Sport

Herði fannst sárt að horfa á eftir Þóri árið 2004: ,, Ég hugsa oft hvað Þórir hefði sagt og hvað hann væri búinn að ráðleggja manni“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Hörður Magnússon knattspyrnulýsandi og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu.

Hörður ræddi aðeins um fall FH árið 1995 en það fall kom mörgum á óvart eftir uppgang félagsins árin áður.

Eftir góða byrjun voru mikil vandræði innan félagsins og íhugaði Hörður um tíma að leita annað.

,,Við föllum 1995 sem var agalegt. Árið 1993 erum við með 40 stig sem var meira en FH var með 2004 þegar þeir verða meistarar,“ sagði Hörður.

,,Skaginn var með eitt besta lið allra tíma, besta lið sem ég spilaði við í deildinni. Árið eftir erum við þremur stigum á eftir þeim en svo gerist eitthvað 1995.“

,,Við missum einhverja leikmenn og við byrjum mjög vel, sjö stig eftir þrjá leiki en svo kom taphrina dauðans og Óli Jó var kominn aftur og hættir. Það bjargast ekki og við föllum.“

,,Það koma til greina [að fara annað] því ég hafði spilað landsleik 1995 og ég taldi mig vera inni í myndinni og Valsmenn sýndu mér mikinn áhuga.“

,,Að einhverju hluta vegna hékk ég þarna áfram. Þórir Jónsson og Viðar höfðu hætt í knattspyrnudeildinni og þar tóku við aðrir menn. Fjárhagsstaðan var slæm.“

,,Það voru ég og Hallsteinn Arnarsson sem sátum þarna eftir úr þessu frábæra liði sem við höfðum haft frá 1988.“

Hörður talar vel um fyrrum formann FH, Þórir Jónsson en samband þeirra var mjög gott.

Þórir var maðurinn á bakvið tjöldin hjá FH en hann kom fyrst inn í knattspyrnudeildina árið 1975.

Hann var formaður knattspyrnudeildar FH frá 1988 til 1996 og framkvæmdarstjóri frá 1980 til 1981.

,,Þórir var föðurímynd. Ótrúlegur einstaklingur og ég hlustaði mikið á hann. Hann ásamt Viðari Halldórs og fleirum.“

,,Hann var maður sem leiddi fólk saman. Hann ráðlagði manni margt og gott, hann er að mörgu leiti guðfaðirinn í þessari velgengni FH frá 1988.“

,,Það var ótrúlega sárt að missa hann 2004. Ég hugsa oft hvað Þórir hefði sagt og hvað hann væri búinn að ráðleggja manni því hann gerði það.“

,,Það var rosalega gott að tala við hann og stundum hringdi hann í mig á þriðjudagskvöldi: ‘Höddi komdu, komdu í popp, ég ætla að poppa.’

,,Svo kom maður heim til hans og hann var bara í símanum: ‘Höddi Magg var að koma hérna!’ Hann var að tala við Vidda Halldórs eða hina og þessa FH-inga.“

,,Svo var hann kannski að redda peningum, fá einhver fyrirtæki til að styrkja. Hann vildi bara hafa félagsskap.“

Hörður og Þórir náðu gríðarlega vel saman eins og má lesa en Þórir féll frá árið 2004 og skrifaði Hörður fallega minngargrein ásamt leikmönnum FH sem má lesa hér:

,,Maður er manns gaman. Við verðum að hafa eitthvað til að hlakka til. Hvað getur þú gert fyrir FH?“

,,Þetta voru meðal annarra einkunnarorða Þóris Jónssonar. Okkur setti hljóða þegar þau hörmulegu tíðindi bárust okkur miðvikudagsmorguninn þann 19. maí að Þórir væri farinn frá okkur fyrir fullt og allt, aðeins 52 ára.“

,,Hann var ótrúlega lífsglaður maður, skemmtilegur, gefandi og lifandi persónuleiki. Hann elskaði lífið og smitaði alla sem umgengust hann af lífsgleði sinni. Við kynntumst Þóri í gegnum fótboltann. Sumir okkar þekktu hann frá því hann gaf einkunnir á hólnum á Hörðuvöllum.“

,,Aðrir þegar hann gerðist formaður knattspyrnudeildar FH árið 1988. Það var örlagaríkt ár fyrir fótboltann hjá FH. Hann gjörbreytti allri hugsun, þoldi ekki afsakanir og að FH væri einhver „nærbuxnaklúbbur“.“

,,Metnaður hans var gríðarlegur, með nokkrum símtölum var málum hrint í framkvæmd. „Nei“ eða „kannski“ fundust ekki í orðabók Þóris. Í gegnum tíðina höfum við farið í margar ævintýralegar ferðir, meðal annars til Cayman-eyja og Jamaíku sem Þórir skipulagði á sinn einstaka hátt.“

,,Þórir var mælistika á allt sem gert var innan vallar sem utan og var nokkurs konar föðurímynd. Eiginkonur og kærustur leikmanna tók hann með inn í starfið og við það skapaðist einstakur andi sem hjálpaði okkur jafnt á vellinum sem og utan hans.

,,Hann hjálpaði mönnum, mátti ekkert aumt sjá og bar aldrei vandamál sín á torg. Skarð Þóris verður vandfyllt, hann var einstakur og minning hans mun lifa. Hann hafði djúpstæð áhrif á okkur alla og átti þátt í að móta hugsun okkar.“

,,Það er erfitt að trúa því að við getum ekki hringt í hann eða komið heim í Fagrahvamm og fengið okkur popp eða harðfisk og eitthvað gott að drekka. Guð blessi þig, við gleymum þér aldrei.“

,,Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til barnanna hans, foreldra og systkina.“

Meira:
Einelti í garð Harðar fékk að ganga í mörg ár: Sonur Bjössa Bollu og Höddi Skinka – ,,Yrði kæft í fæðingu í dag“
Sopranos og KR mafían – ,,Vesturbærinn kom á okkur eins og flóðbylgja“
Höddi Magg svarar Benedikt Bóasi: Ósanngjörn, illa ígrunduð og algjörlega út úr kú

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei

Á fullt af myndum af sér með Messi – Þetta sér hann aldrei
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“

Þetta hafði Mourinho að segja um einn þann besta: ,,Hann er alltaf að svindla og dettur auðveldlega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley

Hefur spilað með Liverpool og City: Klæddist treyju United á Wembley
433Sport
Fyrir 2 dögum

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“

Það sem Hamren hugsaði eftir niðurlæginguna í Sviss: ,,What the fuck“