fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019
433Sport

Þegar ástarsamband Dwight Yorke við Kristrúnu var alltaf í fréttum: Varð leið þegar hún hugsaði um lífið án hans – ,,Ég er sjálfstæð og stolt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Það var mikið fjallað um ástarsamband sem Kristrún Ösp Barkardóttir átti í við Dwight Yorke, fyrrum knattpsyrnumann.

Kristrún og Yorke voru lengi að hittast en sambandið varð aldrei að neinni alvöru. Kristrún var dugleg að mæta í viðtöl við DV og fleiri miðla og tjá sig um sambandið. Samband þeirra var í fréttum frá 2008 til 2011 en upp úr því slitnaði á endanum.

Yorke vildi að hún myndi flytja búferlum og að þau myndu eyða lífinu saman. Yorke var magnaður knattspyrnumaður, átti flottan feril en Yorke er frá Trínidad og Tóbagó.

Yorke lék lengi vel með Manchester United en hann er sterk efnaður.

,,Ég sat bara í fínni stúku og drakk vín á meðan,“ segir Kristrún Ösp Barkardóttir fyrirsæta um nýlega dvöl sína í Bretlandi þar sem hún heimsótti knattspyrnuhetjuna Dwight Yorke.

„Hann bauð mér á leik, Sunderland – Wigan,“ segir Kristrún en Yorke var á mála hjá úrvalsdeildarliði Sunderland. Knattspyrnuáhugamenn kannast vel við kauða enda gerði hann garðinn frægan mað Manchester United á árum áður. „Þetta var fínt en fulllengi að líða. Einn hálfleikur er alveg nóg fyrir
mig,“ segir Kristrún um leikinn en því miður kom Yorke ekki við sögu í leik þar sem Sunderland tapaði 1- 2 á heimavelli.

„Karlinn sat bara á bekknum allan tímann.“ Þó Kristrúnu hafi leiðst hvað leikurinn var langur fór vel um hana í heiðursstúkunni á hinum glæsilega heimavelli Sunderland sem kallast Leikvangur ljóssins.

„Við erum ekki í sambandi þannig lagað. Við erum bara góðir vinir og viljum bæði hafa þetta svona. Við hittumst af og til og þá erum við tæknilega séð saman,“ en Kristrún og Yorke áttu margar rómantískar stundir í síðustu heimsókn hennar. „Við fórum út að borða öll kvöldin og höfðum það gott. Við fórum svo líka í útsýnisbíltúr um Newcastle með bílstjóranum hans.“

Fékk úrslitakosti:
„Hann setti mér úrslitakosti og nú verð ég að taka ákvörðun,“ segir Kristrún Ösp Barkardóttir, fyrirsæta og vinkona knattspyrnukappans Dwight Yorke. Kristrún Ösp, sem hefur verið að hitta Yorke af og til í rúm tvö ár, flaug til Bretlands í heimsókn til hans í síðustu viku. Hún bjóst við skemmtilegri djammferð, stútfullri af spennandi ævintýrum eins og vanalega, en í þetta skipti var fótboltastjarnan í alvarlegri gír. „Hann tjáði mér ást sína en það er í fyrsta skiptið sem það gerist. Ég bjóst alls ekki við því og var í frekar miklu áfalli. Hann vill að ég flytji út til hans ef þetta samband okkar á að ganga.“

Orðin enn hrifnari
Kristrún Ösp sagði í ítarlegu viðtali við Helgarblað DV að hún væri líklega ekki ástfangin af Yorke þótt hún væri afar hrifin af honum. Hún viðurkennir nú að tilfinningar hennar hafi aukist við að heyra ástarjátningarnar. „Hann er miklu eldri en ég og vill ekki eyðileggja mín unglingsár. Hann er mikið í burtu vegna vinnunnar og ef ég flyt verð ég mikið ein en hann þarf að ferðast mikið til að mæta í íþróttaþætti í sjónvarpinu auk þess sem hann þjálfar af og til landsliðið í Trinidad. Hann segist gera sér grein fyrir að ég er mun yngri og að það væri skiljanlegt að ég vildi lifa lífinu,“ segir hún og bætir við að Yorke hefði sagst vera löngu búinn að biðja um hönd hennar ef hann væri tíu árum yngri en knattspyrnumaðurinn er 38 ára gamall.

Kristrún ætlar að taka sér góðan tíma í að hugsa málið. Hún viðurkennir að ef hún segir nei við Yorke sé hún einnig að segja nei við spennandi líf enda er kappinn hluti af knattspyrnuelítu Evrópu. „Ég gæti samt upplifað spennandi hluti án hans ef ég flyt út og ákveð að vera ein. Ég þarf ekki þannig á honum að halda,“ segir hún en viðurkennir að eins og málin líti út fyrir henni í dag séu frekar líkur á að hún flytji út til hans heldur en ekki. „Ef ég ímynda mér lífið án hans verð ég leið og ég veit að ég myndi upplifa mikla ástarsorg ef ég sleppi takinu á honum. Ætli ég fari ekki út til hans þegar ég hef tekið ákvörðun. Við heyrumst daglega í síma en það er glatað að ræða þetta símleiðis.“

Upp úr sambandinu slitnaði:
Kristrún Ösp Barkardóttir sem hefur gefið sambandið við knattspyrnuhetjuna Dwight Yorke upp á bátinn. Lúxuslífið er ekki það sem hún þráir heldur ástin. „Ég hef komist að því að peningar og frægð hafa ekkert í það að vera ástfangin. Ég er vissulega þakklát fyrir að hafa kynnst Dwight enda hef ég upplifað margt sem ég hefði kannski aldrei fengið kost á að sjá eða gera hefði ég ekki hitt hann. Ég viðurkenni það alveg að ég hugsaði um að vera bara með honum. Þá hefði ég ekki þurft að hugsa um neinn. Það hefði bara verið eins og að vera í lúxusutanlandsferð alla ævi en ég er sjálfstæð og stolt og það kom bara ekki til greina. Ef ég ætti að velja á milli þess að vera í sambandi sem er byggt á trausti með einhverjum sem ég er ástfangin af eða sambands sem er byggt á því að líta vel út saman og peningum þá vel ég hiklaust fyrri kostin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tíu kynlífsskandalar sem gerðu allt vitlaust: Framhjáhald, transfólk og stúlka undir lögaldri

Tíu kynlífsskandalar sem gerðu allt vitlaust: Framhjáhald, transfólk og stúlka undir lögaldri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gerir sitt til að koma í veg fyrir sigur Liverpool: Sjáðu hver mætti á æfinguna

Gerir sitt til að koma í veg fyrir sigur Liverpool: Sjáðu hver mætti á æfinguna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er Manchester City að skemma fótboltann?

Er Manchester City að skemma fótboltann?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi ofarlega á lista yfir duglegustu leikmenn deildarinnar

Gylfi ofarlega á lista yfir duglegustu leikmenn deildarinnar