fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
433Sport

Gylfi er fyrirmynd fyrir unga krakka: Á toppnum og hefur aldrei snert áfengi – ,,Hundrað prósent öruggt að þetta hefur hjálpað“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og leikmaður Everton er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Gylfi málefni sem hann ræðir iðulega ekki.

Gylfi hefur verið á toppnum í mörg ár, dregið vagninn með íslenska landsliðinu og hefur spilað vel yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, bestu og erfiustu deild í heimi. Þar er hann oftar en ekki einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Meistarakokkur í eldhúsinu

Óhætt er að fullyrða að Gylfi hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að ná á toppinn. Hann borðar eins hollan mat og kostur er. Þá hjálpar að Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta Gylfa, hefur mikla ástríðu fyrir eldamennsku.

„Ég hef alltaf verið meðvitaður um hvað ég er að borða. Eftir leiki borða ég bara það sem ég vil, maður er að fylla á tankinn eftir leiki. Ég fylgist með því í gegnum vikuna, þetta er orðinn vani, sérstaklega þegar maður er með alvöru kokk í eldhúsinu. Hún hefur meira en gaman af þessu, hún er að taka diplómu í náttúrulegri eldamennsku. Hún er það góð að hún gæti leikandi starfað sem kokkur á vinsælum veitingastað,“ segir Gylfi og bætir við:

„Ég er aldrei að fara í vegan, ég borða mikið af kjúklingi og fiski en ég hef minkað að borða rautt kjöt. Ég get alveg fengið mér steik og geri það ef farið er á þannig stað. Ég reyni að borða eitthvað sem gefur mér orku, ekki eitthvað sem fyllir mann „átviskubiti“ eftir á.“

Drekkur ekki

Gylfi hefur aldrei neytt áfengis. Það hefur hvarflað að honum að fá sér glas af rauðvíni en það hefur ekki gerst enn.

„Ég hef alveg hugsað í það síðustu ár hvort ég ætti að fá sér glas af rauðvíni, prófa það með mat,“ segir Gylfi. „Ég held að það sé hundrað prósent öruggt að þetta hefur hjálpað mér, að neyta ekki áfengis. Meiðslin eru færri og þegar þú drekkur þá leitar þú meira út. Þegar ég var ungur, þá hjálpaði það mér að leita ekki í áfengi. Ég hef, 7, 9, 13, verið heppinn með vöðvameiðsli í gegnum tíðina og þetta er held ég ein af ástæðum þess. Ég er ekki sá fljótasti og slepp við þannig meiðsli og að hafa ekki drukkið áfengi hefur örugglega hjálpað. Það er allt í lagi að vera í kringum fólk sem er drukkið en það er ekki gaman þegar fólk er orðið of fullt, ég er yfirleitt sá eini sem er edrú en ég leita ekki mikið niður í bæ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

De Gea lagði 28 milljónir inn á Rauða krossinn: Sjö hafa látið

De Gea lagði 28 milljónir inn á Rauða krossinn: Sjö hafa látið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

18 ára leikmaður Chelsea þénar nú 28 milljónir á viku

18 ára leikmaður Chelsea þénar nú 28 milljónir á viku
433Sport
Í gær

Greenwood hetja United – Ótrúleg úrslit í Þýskalandi og Hörður fékk skell

Greenwood hetja United – Ótrúleg úrslit í Þýskalandi og Hörður fékk skell
433Sport
Í gær

Dæmdur í fangelsi fyrir hrottalega árás – Fékk samning um leið og hann losnaði

Dæmdur í fangelsi fyrir hrottalega árás – Fékk samning um leið og hann losnaði
433Sport
Í gær

Opnar á að nýjasta stjarnan fari til United: Þrátt fyrir allt sem gekk á

Opnar á að nýjasta stjarnan fari til United: Þrátt fyrir allt sem gekk á
433Sport
Í gær

Lið ársins í Pepsi Max-deild karla: Sjö koma úr liði Íslandsmeistaranna

Lið ársins í Pepsi Max-deild karla: Sjö koma úr liði Íslandsmeistaranna
433Sport
Í gær

Knattspyrnumaður myrtur í Amsterdam í gær

Knattspyrnumaður myrtur í Amsterdam í gær
433Sport
Í gær

Kristján hefur lengi starfað í faginu: Hælbeinið farið að vera til vandræða – „Af­leiðing­arn­ar geta verið al­var­leg­ar“

Kristján hefur lengi starfað í faginu: Hælbeinið farið að vera til vandræða – „Af­leiðing­arn­ar geta verið al­var­leg­ar“