fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019
433Sport

Ætlar aldrei að gefast upp í baráttu sinni við KSÍ – ,,Eins og ársþing sambandsins sé fyrir heyrnalausa og blinda“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. nóvember 2018 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH hefur lengi vel átt erfitt með að skilja vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands í mörgum málum. ÍTF, sem eru hagmunarsamtök liða í tveimur efstu deildum á Íslandi hafa reynt að breyta hlutum.

Jón Rúnar segir að það mæti yfirleitt andstöðu þegar félögin vilji fá mál á sína könnu sem KSÍ er með. Þannig vildi ÍTF fá að sjá um markaðsmál í Pepsi deildunum í sumar, vonir stóðu til um að svo yrði en KSÍ tók fyrir það.

KSÍ sendi frá sér yfrlýsingu á dögunum um að starfsmenn sambandsins væru að drukkna í vinnu, þá telur Jón eðlilegt að ÍTF geti hjálpað til.

,,Það er endalaust talað um það að allir séu að drukkna í vinnu, ég ætla ekki að gera lítið úr því. Það er oft þannig og við þekkjum alls staðar af. Það eru sömu hendurnar sem vinna verkin, eftir því sem verkunum fjölgjar, þá vinna þessar sömu hendur hraðar,“ segir Jón Rúnar í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar. Hann má heyra hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Meira:
Jóni Rúnari finnst kjaftasögurnar vondar: „Er maður bara hálfviti?“ – Milljónirnar fóru ekki í laun eða brúðkaup Friðriks Dórs

Jón gagnrýnir vinnubrögð sambandsins og kallar eftir því að meira sé unnið í samvinnu við félögin.

,,Það er óskijanlegt af hverju menn þarna inni, ég held að það sé eitthvað í vatninu þarna. Þegar menn byrja að drekka vatnið þarna þá umhverfast þeir, það liggur í hlutarins eðli, með því að færa verkefni og ábyrgð til hagsmunaraðila. Þá léttir á, þú færð fleiri að. Það byggist upp hraðari þekking af ólíkum toga, menn geta átt viturlegri samtöl. Heldur en þessi samtöl, menn eru að biðja um að fá að gera eitthvað en fá endalaust, nei, nei, nei.“

Jón Rúnar skilur heldur ekki af hverju fleiri ræða ekki málin ársþingum, oft er mikil umræða fyrir þingin en það er eins og fólk þori ekki að stíga upp í pontu.

,,Þetta kristalaðist á þinginu í fyrra, þegar forsvarrsmenn margra félaga í nafni ÍTF, sem eru 24 félög í efstu tveimur deildum. Lögðu fram tillögu um breytingu á lögum, okkar tillögur í átt að breytingum voru fyrst og fremst vinnulagið en ekki lagalegar í þeim skilningi. Heldur að færa til völdin, færa heim í hérað. Þetta er það sem er að gerast alls staðar, menn eru mjög oft niðri í knattspyrnusambandi að miða við sig það sem er gert annars staðar, þá ættu menn að henda sér alla leið í þessu. Félögin voru með í þessu, svo kemur upp aðili og mælir þessu öllu til foráttu. Það er eins með það og annað, það er eins og þessi þing séu fyrir heyrnalausa og blinda. Það virðist enginn taka eftir því sem er sagt, það er lítið talað.“

Jón Rúnar situr í nefnd á vegum KSÍ þar sem unnið er í að breyta málum en þar gerist lítið.

,,Þá lendir þetta aftur hjá stjórn, það er skipuð nefnd, sem ég hef verið í. Þetta er fimm manna nefnd, maður er að reyna að koma þessu að. Maður horfir framan í fólk sem segir að þetta sé ekki hægt, það er ekki hægt að gera þetta svona. Að þið hafið beint um einhver mál að segja, það gengur ekki. KSÍ mun hafa síðasta orðið í öllu, ég þarf ekkert að fela það. Ég skil ekki svona, ég mun ekkert hætta fyrr en við komum þessu í það form, eins og það er annars staðar.“

Þátturinn er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar Austmann ítrekar að þetta sé ekki „Facerape“: Getur þú lánað honum þennan bol?

Heiðar Austmann ítrekar að þetta sé ekki „Facerape“: Getur þú lánað honum þennan bol?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Búið að ákæra Sarri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mun utanríkisráðherra styðja erkifjendur sína í kvöld? – Kokkur Morgunblaðsins gæti fagnað sigri

Mun utanríkisráðherra styðja erkifjendur sína í kvöld? – Kokkur Morgunblaðsins gæti fagnað sigri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hollywood stjarna átti að vita betur: Ákvörðun sem fór illa í marga

Hollywood stjarna átti að vita betur: Ákvörðun sem fór illa í marga
433Sport
Í gær

Höskuldur að semja aftur við Blika: Vandræði hjá stjörnu liðsins sem gæti óvænt farið

Höskuldur að semja aftur við Blika: Vandræði hjá stjörnu liðsins sem gæti óvænt farið
433Sport
Í gær

Reyndi að sannfæra hann á undarlegan hátt: Neitaði að horfa í augun á honum – ,,Vissi um leið að þetta myndi ekki ganga upp“

Reyndi að sannfæra hann á undarlegan hátt: Neitaði að horfa í augun á honum – ,,Vissi um leið að þetta myndi ekki ganga upp“
433Sport
Í gær

Mætti á sína fyrstu æfingu í dag eftir handtöku: Sakaður um ofbeldi gegn konu

Mætti á sína fyrstu æfingu í dag eftir handtöku: Sakaður um ofbeldi gegn konu
433Sport
Í gær

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sverrir og félagar kunna að fagna titlum – Sjáðu ástríðuna

Sverrir og félagar kunna að fagna titlum – Sjáðu ástríðuna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt