fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
433Sport

Ræddi við vin sinn um Eið Smára og endaði á forsíðunni – ,,Við erum engir vinir en engir óvinir“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Hörður Magnússon knattspyrnulýsandi og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu.

Það er áhugavert að heyra skoðun Harðar á máli sem kom upp árið 2009 þegar Eiður Smári Guðjohnsen var á mála hjá Monaco.

Eiður var ekki upp á sitt besta hjá Monaco á þessum tíma og yrði örugglega sá fyrsti til að viðurkenna það í dag.

Hörður ræddi við félaga sinn Guðmund Hilmarsson hjá Morgunblaðinu þar sem hann gagnrýndi frammistöðu Eiðs. Hann endaði svo óvænt á forsíðu Fréttablaðsins daginn eftir.

,,Ég hef aldrei séð Eið Smára jafn daufan á sínum ferli. Hann hefur spilað langt undir getu og hefur einfaldlega verið slakur í þeim leikjum sem ég hef séð hann spila,“ sagði Hörður.

,,Eiður virkar hálf-áhugalaus og hefur greinlega lítið sjálfstraust þessa dagana. Honum leiðist inni á vellinum, vill ekki fá boltann og hreyfir sig ekki nóg. Hann virkar ekki í sínu besta formi. Hann var að vísu að koma úr meiðslum en það afsakar ekki þessa frammistöðu. Það er engu líkara en að hann sé orðinn saddur á boltanum og sé við það að leggja skóna á hilluna.“

Eiður tók alls ekki vel í þessi ummæli Harðar á sínum tíma og svaraði fyrir sig fullum hálsi í viðtali stuttu eftir.

,,Ef það er einhver sem lítur út fyrir að vera saddur þá er það Hörður sjálfur,“ sagði Eiður á meðal annars.

Hörður fjallar um þetta viðkvæma mál í þætti helgarinnar og hvernig þetta fór allt fram.

,,Ég er rosalegur aðdáandi Eiðs Smára. Ég man þegar hann kom á æfingu hjá Val árið 1997 og ég man ég spilaði með honum og hugsaði með mér ‘þessi drengur er á einhverju öðru leveli!’ Ég bið um boltann og fæ hann!“ sagði Hörður.

,,Ég hafði verið að lýsa þessum Monaco leikjum og ég var að deyja úr leiðindum. Það var mjög skrítið að sjá Eið þarna.“

,,Gummi Hilmars, vinur minn hjá Mogganum hringir í mig og ég er bara að keyra þegar ég segi þetta og hugsa ekki meira um það.“

,,Svo var ég á forsíðu Fréttablaðsins og þar eru þessi ummæli Eiðs. Ég var fyrst og fremst rosalega hissa.“

Stríðsöxin er þó grafin og segir Hörður að það sé ekkert illt á milli þeirra í dag.

,,Ég var í flugvél um daginn og hafði tækifæri á að sjá alla þættina sem hann og Sveppi voru með um ferilinn hans, mjög góðir og skemmtilegir þættir.“

,,Eiður basically segir það sem ég sagði. Ég hugsaði með mér ‘já, einmitt’.

,,Við erum ekki að hringjast á, við vorum með tvo landsleiki saman og við vorum mjög professional. Við erum engir vinir en engir óvinir. Ég er ekki eitthvað sár út í hann eftir þetta.“

Meira:
Einelti í garð Harðar fékk að ganga í mörg ár: Sonur Bjössa Bollu og Höddi Skinka – ,,Yrði kæft í fæðingu í dag“

Sopranos og KR mafían – ,,Vesturbærinn kom á okkur eins og flóðbylgja“

Höddi Magg svarar Benedikt Bóasi: Ósanngjörn, illa ígrunduð og algjörlega út úr kú

Hörður var sleginn eftir að Eiður Smári svaraði honum fullum hálsi:,,Hörður Magnússon hefur alltaf litið út fyrir að vera saddur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Atli sakar þá um ömurleg vinnubrögð: Heyrði af þessu í fjölmiðlum – ,,Þú ert ekki bara allt í einu grafinn“

Atli sakar þá um ömurleg vinnubrögð: Heyrði af þessu í fjölmiðlum – ,,Þú ert ekki bara allt í einu grafinn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Konurnar og karlarnir geta fagnað saman

Konurnar og karlarnir geta fagnað saman
433Sport
Í gær

Kvennalið Manchester United óstöðvandi – Fögnuðu sigri í deildinni

Kvennalið Manchester United óstöðvandi – Fögnuðu sigri í deildinni
433Sport
Í gær

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“

Er verðlaunaféð fyrir konur til skammar? – ,,Nóg fyrir nýjum kjól og klippingu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svona endar enska úrvalsdeildin ef Ofurtölvan hefur rétt fyrir sér

Svona endar enska úrvalsdeildin ef Ofurtölvan hefur rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ofurtölvan spáir fyrir um úrslit helgarinnar: Solskjær fær á baukinn

Ofurtölvan spáir fyrir um úrslit helgarinnar: Solskjær fær á baukinn