fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Gylfi er trúaður og hefur skoðun á íslenskri pólitík: ,,Ég fer með bænir á kvöldin“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og leikmaður Everton er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Gylfi málefni sem hann ræðir iðulega ekki.

Gylfi hefur verið á toppnum í mörg ár, dregið vagninn með íslenska landsliðinu og hefur spilað vel yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, bestu og erfiustu deild í heimi. Þar er hann oftar en ekki einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Í viðtalinu í helgarblaði DV er Gylfi spurður út í það hvort hann sé trúaður og hvaða skoðun hann hefur á íslenskri pólitík.

Gylfi er nokkuð trúaður og fer með bænir. Þá fylgist hann með pólitík af nokkrum áhuga.

„Ég er alveg trúaður,“ segir Gylfi.

Meira:
Kemur það fólki við hvað Gylfi gerir við peninga sína? „Ég reyni að fjárfesta og koma peningum vel fyrir“

„Ég er ekki alveg á sama stalli og Emil Hallfreðsson. Ég er trúaður, ég fer ekki með bænir fyrir leiki en geri það á kvöldin. Ég hef skoðun á pólitík. Eftir því sem maður eldist þá fer maður að pæla meira í því sem er að gerast á Íslandi. Ég hef auðvitað skoðanir á hinu þessu,“ segir Gylfi.

Aðspurður um stjórnmálaskoðanir, segir Þessi geðþekki drengur, jarðbundinn og heiðarlegur og okkar fremsti íþróttamaður síðustu ár, hugsar málið. Svarið er stutt og kannski skynsamlegt: „Ég hef mínar skoðanir en þær koma í ljós síðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign
433Sport
Í gær

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“