fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
433Sport

Plús og mínus úr landsleiknum – ,,Á það að kallast ásættanlegt?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 21:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Belgum í kvöld en liðin áttust við í Þjóðadeildinni.

Michy Batshuayi var maðurinn sem sá um Ísland og skoraði bæði mörk heimamanna í 2-0 sigri.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það er ekkert hægt að neita fyrir það að Belgar séu með betra lið. Frammistaðan í heildina var alls ekki of slæm.

Vörnin hélt mest allan leikinn og spiluðu þeir Kári Árnason, Sverrir Ingi Ingason og Jón Guðni Fjóluson vel.

Belgar náðu ekki að skapa sér mörg dauðafæri og flestar marktilraunir voru skot fyrir utan teig. Það var ánægjulegt að geta pirrað þá í dágóðan tíma.

Liðið virðist vera að skána á marga vegu og það má ekki gleyma því hvaða menn vantaði í kvöld, lykilmenn voru fjarverandi.

Það er ekki ósanngjarnt að halda því fram að við hefðum getað unnið þennan með Gylfa, Jóa Berg og Alfreð í sókninni.

Mínus:

Mörkin sem við fengum á okkur voru auðvitað kjánaleg. Bæði komu þau eftir einstaklingsmistök.

Hörður Björgvin svaf á verðinum er Batshuayi gerði fyrra markið og svo missti Hannes Þór Halldórsson boltann er hann gerði annað markið.

Það var mikið áfall að missa Alfreð Finnbogason í upphitun. Hann átti að byrja leikinn en meiddist áður en flautað var til leiks.

Heilt yfir var þessi Þjóðadeild ekki frábær fyrir okkur. Við náðum ekki í stig úr fjórum leikjum sem er í raun ljótt.

Markatala liðsins er 1-13 í fjórum leikjum. Það er hrikalegt að sjá. Á það að kallast ásættanlegt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Biðst afsökunar: Sagðist hafa tognað við að dúndra mömmu hans

Biðst afsökunar: Sagðist hafa tognað við að dúndra mömmu hans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pukki æðið nær hæstu hæðum: Forseti Frakklands fékk treyju hans í gjöf

Pukki æðið nær hæstu hæðum: Forseti Frakklands fékk treyju hans í gjöf
433Sport
Í gær

PSG fór illa með Real Madrid – Endurkoma Atletico gegn Juventus

PSG fór illa með Real Madrid – Endurkoma Atletico gegn Juventus
433Sport
Í gær

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“
433Sport
Í gær

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun

Rúnar Már mætir hálfgerðu varaliði United á morgun
433Sport
Í gær

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“

Minnast Grétars sem féll frá eftir skammvinna baráttu: „Alltaf stutt í grínið hjá Grétari“