fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Plús og mínus úr landsleiknum – ,,Á það að kallast ásættanlegt?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 21:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Belgum í kvöld en liðin áttust við í Þjóðadeildinni.

Michy Batshuayi var maðurinn sem sá um Ísland og skoraði bæði mörk heimamanna í 2-0 sigri.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það er ekkert hægt að neita fyrir það að Belgar séu með betra lið. Frammistaðan í heildina var alls ekki of slæm.

Vörnin hélt mest allan leikinn og spiluðu þeir Kári Árnason, Sverrir Ingi Ingason og Jón Guðni Fjóluson vel.

Belgar náðu ekki að skapa sér mörg dauðafæri og flestar marktilraunir voru skot fyrir utan teig. Það var ánægjulegt að geta pirrað þá í dágóðan tíma.

Liðið virðist vera að skána á marga vegu og það má ekki gleyma því hvaða menn vantaði í kvöld, lykilmenn voru fjarverandi.

Það er ekki ósanngjarnt að halda því fram að við hefðum getað unnið þennan með Gylfa, Jóa Berg og Alfreð í sókninni.

Mínus:

Mörkin sem við fengum á okkur voru auðvitað kjánaleg. Bæði komu þau eftir einstaklingsmistök.

Hörður Björgvin svaf á verðinum er Batshuayi gerði fyrra markið og svo missti Hannes Þór Halldórsson boltann er hann gerði annað markið.

Það var mikið áfall að missa Alfreð Finnbogason í upphitun. Hann átti að byrja leikinn en meiddist áður en flautað var til leiks.

Heilt yfir var þessi Þjóðadeild ekki frábær fyrir okkur. Við náðum ekki í stig úr fjórum leikjum sem er í raun ljótt.

Markatala liðsins er 1-13 í fjórum leikjum. Það er hrikalegt að sjá. Á það að kallast ásættanlegt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Í gær

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi