fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
433Sport

Plús og mínus úr landsleiknum – ,,Á það að kallast ásættanlegt?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 21:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Belgum í kvöld en liðin áttust við í Þjóðadeildinni.

Michy Batshuayi var maðurinn sem sá um Ísland og skoraði bæði mörk heimamanna í 2-0 sigri.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það er ekkert hægt að neita fyrir það að Belgar séu með betra lið. Frammistaðan í heildina var alls ekki of slæm.

Vörnin hélt mest allan leikinn og spiluðu þeir Kári Árnason, Sverrir Ingi Ingason og Jón Guðni Fjóluson vel.

Belgar náðu ekki að skapa sér mörg dauðafæri og flestar marktilraunir voru skot fyrir utan teig. Það var ánægjulegt að geta pirrað þá í dágóðan tíma.

Liðið virðist vera að skána á marga vegu og það má ekki gleyma því hvaða menn vantaði í kvöld, lykilmenn voru fjarverandi.

Það er ekki ósanngjarnt að halda því fram að við hefðum getað unnið þennan með Gylfa, Jóa Berg og Alfreð í sókninni.

Mínus:

Mörkin sem við fengum á okkur voru auðvitað kjánaleg. Bæði komu þau eftir einstaklingsmistök.

Hörður Björgvin svaf á verðinum er Batshuayi gerði fyrra markið og svo missti Hannes Þór Halldórsson boltann er hann gerði annað markið.

Það var mikið áfall að missa Alfreð Finnbogason í upphitun. Hann átti að byrja leikinn en meiddist áður en flautað var til leiks.

Heilt yfir var þessi Þjóðadeild ekki frábær fyrir okkur. Við náðum ekki í stig úr fjórum leikjum sem er í raun ljótt.

Markatala liðsins er 1-13 í fjórum leikjum. Það er hrikalegt að sjá. Á það að kallast ásættanlegt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslenskur landsliðsmaður og allir hans samherjar liggja undir grun: Sakaðir um veðmálasvindl

Íslenskur landsliðsmaður og allir hans samherjar liggja undir grun: Sakaðir um veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndbandið sem allir héldu að væri ekta: Sjáðu hvað átti að hafa gerst

Myndbandið sem allir héldu að væri ekta: Sjáðu hvað átti að hafa gerst
433Sport
Í gær

Furðuleg ummæli Mbappe vekja athygli: Fer hann frá París?

Furðuleg ummæli Mbappe vekja athygli: Fer hann frá París?
433Sport
Í gær

Þetta eru tíu bestu framherjar ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru tíu bestu framherjar ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Í gær

Hjörvar og félagar kafa aftur ofan í mál Gary Martin: Endalaust af sögum – ,,Það er bara lygi“

Hjörvar og félagar kafa aftur ofan í mál Gary Martin: Endalaust af sögum – ,,Það er bara lygi“
433Sport
Í gær

Klopp gaf gott frí: Núna hefst alvaran í æfingaferð

Klopp gaf gott frí: Núna hefst alvaran í æfingaferð