fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Einkunnir Íslands gegn Belgíu – Kári bestur

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið spilaði upp á stoltið í kvöld er strákarnir heimsóttu stórlið Belgíu.

Um var að ræða leik í Þjóðadeildinni en Ísland var fallið um deild fyrir leikinn í kvöld.

Belgar höfðu að lokum betur með tveimur mörkum gegn engu en bæði mörkin komu í síðari hálfleik.

Ísland stóð vaktina vel mest allan leikinn en tvö einstaklingsmistök kostuðu stig að lokum.

Michy Batshuayi var maðurinn sem reyndist of stór biti fyrir Ísland og gerði bæði mörkin í 2-0 sigri.

Hér má sjá einkunnir okkar manna úr leiknum.

Hannes Þór Halldórsson 5
Það var ekki of mikið að gera hjá Hannesi en hann leit ekki sannfærandi út í öðru marki Belga er hann missti knöttinn og skoraði Batshuayi sitt annað mark.

Hörður Björgvin Magnússon 4
Því miður einn slakasti landsleikur Harðar. Margar sendingar sem hittu ekki samherja og var sofandi á verðinum er Belgar skoruðu fyrra markið.

Jón Guðni Fjóluson 6
Alls enginn fastamaður í landsliðinu en leit bara vel út í fjarveru Ragnars Sigurðssonar.

Kári Árnason 7
Kári var besti leikmaður Íslands í kvöld. Það er ekki hægt að efast um hans gæði.

Sverrir Ingi Ingason 6
Sverrir virkaði einnig nokkuð öruggur í sínum málum. Fínasta frammistaða.

Ari Freyr Skúlason 5
Ari átti ekki sinn besta leik en hann hljóp mikið og reyndi.

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Maður tekur ekki mikið eftir Victori á velli en hann gerði það sem hann þurfti að gera í kvöld.

Aron Einar Gunnarsson 7
Frábært að sjá Aron koma sterkan inn. Virkaði í flottu standi og bar fyrirliðabandið með prýði.

Albert Guðmundsson 6
Leikmaður sem er alltaf spennandi að horfa á. Oft óútreiknanlegur og reyndi hvað hann gat í kvöld. Kannski við erfiðar aðstæður. Fékk þó besta færi Íslands undir lokin en klikkaði.

Arnór Sigurðsson 6
Fyrsti landsleikur Arnórs kom í kvöld og við klöppum fyrir honum. Enn mjög ungur og á bjarta framtíð fyrir sér.

Arnór Ingvi Traustason 5
Bauð ekki upp á mikið fram á við og við söknuðum Alfreðs. Alfreð meiddist í upphitun og gat ekki spilað.

Varamenn:

Kolbeinn Sigþórsson 5
Sást lítið eftir innkomuna.

Jón Dagur Þorsteinsson –
Spilaði aðeins nokkrar mínútur en þetta var hans fyrsti A-landsleikur sem er gleðiefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfest hvenær bikarúrslitaleikurinn milli City og United fer fram og ekki eru allir sáttir – Þetta er ástæðan fyrir leiktímanum

Staðfest hvenær bikarúrslitaleikurinn milli City og United fer fram og ekki eru allir sáttir – Þetta er ástæðan fyrir leiktímanum
Sport
Í gær

Vatn á myllu Arsenal fyrir stórleikinn á morgun

Vatn á myllu Arsenal fyrir stórleikinn á morgun