fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

Nokkuð þægilegt hjá City í grannaslagnum – Arsenal lenti í veseni

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikur Manchester City og Manchester United var nú að klárast en grannarnir áttust við á Etihad vellinum.

Það voru heimamenn í City sem höfðu betur í kvöld en liðið var í heildina litið mun sterkari aðilinn.

Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en það gerði David Silva fyrir City á 12. mínútu leiksins.

Sergio Aguero bætti við öðru snemma í síðari hálfleik áður en Anthony Martial minnkaði muninn fyrir United úr vítaspyrnu.

Ilkay Gundogan gerði svo alveg út um leikinn undir lokin og fer City í efsta sæti deildarinnar. Liðið er tveimur stigum á undan Liverpool.

Arsenal lenti í smá basli á sama tíma er liðið fékk nýliða Wolves í heimsókn á Emirates völlinn.

Ivan Cavaleiro kom Wolves yfir snemma leiks og var liðið með forystuna þar til fjórar mínútur voru eftir.

Varamaðurinn Henrikh Mkhitaryan reyndist þá hetja Arsenal er hann jafnaði metin og tryggði liðinu stig.

Manchester City 3-1 Manchester United
1-0 David Silva(12′)
2-0 Sergio Aguero(48′)
2-1 Anthony Martial(víti, 58′)
3-1 Ilkay Gundogan(86′)

Arsenal 1-1 Wolves
0-1 Ivan Cavaleiro(13′)
1-1 Henrikh Mkhitaryan(86′)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Verður hún fyrsta konan sem fær svona stórt starf?

Verður hún fyrsta konan sem fær svona stórt starf?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Högg í maga Liverpool og United: De Ligt hefur tekið ákvörðun

Högg í maga Liverpool og United: De Ligt hefur tekið ákvörðun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Klopp gaf gott frí: Núna hefst alvaran í æfingaferð

Klopp gaf gott frí: Núna hefst alvaran í æfingaferð
433Sport
Í gær

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“
433Sport
Í gær

Plús og mínus: Á ég von á Auðunni Blöndal?

Plús og mínus: Á ég von á Auðunni Blöndal?
433Sport
Í gær

Sjáðu krakkann sem spilaði fyrir aðallið Celtic í dag: ,,Hversu gamall er hann? Hvað er í gangi?“

Sjáðu krakkann sem spilaði fyrir aðallið Celtic í dag: ,,Hversu gamall er hann? Hvað er í gangi?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“