Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður, verður frá í dágóðan tíma en hann er að glíma við meiðsli.
Jón er brotinn í baki en hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter síðu sína í dag.
Jón hitti sérfræðing á dögunum og segist vera brotinn neðarlega í bakinu og er ekki leikfær.
,,Ég veit ekki hvað það er með mig og meiðsli undanfarið. Ég er mjög vonsvikinn,“ skrifar Jón á meðal annars.
Framherjinn hefur verið einn besti leikmaður Reading á tímabilinu og hefur verið duglegur að skora.
Óvíst er hversu lengi Jón verður frá en hann verður líklega ekki með í næsta landsliðshópi Íslands.
Been playing with alot of pain in the last couple of weeks. After seeing a specialist. We found out that I have broken a bone in my lower back.
Don’t know what it is with me and injuries lately.. Really dissapointed. It’s a harsh part of the sport I guess. I’ll come back better.
— Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) November 4, 2018