fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
433Sport

Kolbeinn hlustar ekki á umræðuna um að val hans sé umdeilt – ,,Það er ekki alltaf jákvætt í kringum mig“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson framherji Nantes í Frakklandi er í erfiðri stöðu hjá félagi sínu. Hann fær ekkert að spila.

Svo virðist vera sem forseti félagsins hafi tekið þessa ákvörðun, engu breytir hvað framherjinn knái gerir á æfingasvæðinu.

Kolbeinn hefur ekki spilað leik með félagsliði í tvö ár vegna meiðsla, hann hefur hins vegar verið heill heilsu síðan í apríl. Erik Hamren, landsliðsþjálfari hefur mikla trú á Kolbeini.

Það hefur verið umdeilt að framherji sem ekki sé að spila neitt sé í landsliðinu, Hamren hefur sagt að tölfræði Kolbeins með landsliðinu segi allt. 22 mörk í 45 leikjum.

Hann hefur talað um að Kolbeinn muni nýtast vel í mars, þegar undankeppni EM hefst. Þá verður Kolbeinn að öllum líkindum kominn í nýtt lið. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

,,Ég hef ekkert fylgst með umræðunni ef ég á að segja eins og er. Ég er ‘fit’ og klár ef þjálfararnir vilja nýta mig. Mér líður vel og get vonandi hjálpað liðinu ef ég fæ tækifærið. Ég hafði ekki spilað í tvö ár með landsliðinu og kann virkilega að meta það traust sem ég fæ og næ vonandi að gefa til baka,“ segir Kolbeinn í samtali við Fótbolta.net.

„Ég hef ekki verið að hlusta á þessa umræðu. Auðvitað hefur minn ferill verið rosalega skrítinn og mikið af meiðslum. Það er ekki alltaf jákvætt í kringum mig í fótboltanum.“

Kolbeinn kom við sögu í síðasta landsleik gegn Belgíu og ætti að fá tækifæri í næstu leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Aron segir yngri leikmenn ekki taka nógu vel í hlutina: ,,Erum ekki að hrauna yfir þá eða gera lítið úr þeim“

Aron segir yngri leikmenn ekki taka nógu vel í hlutina: ,,Erum ekki að hrauna yfir þá eða gera lítið úr þeim“
433Sport
Í gær

Fær ekki starf því hann hraunaði yfir allt og alla: ,,Bara stríðsmaður á lyklaborðinu“

Fær ekki starf því hann hraunaði yfir allt og alla: ,,Bara stríðsmaður á lyklaborðinu“
433Sport
Í gær

Plús og mínus: Auðvelt að vera reiður út í Ívar

Plús og mínus: Auðvelt að vera reiður út í Ívar
433Sport
Í gær

Rekinn og tekur sér árs frí frá boltanum

Rekinn og tekur sér árs frí frá boltanum
433Sport
Í gær

Logi segir Vesturbæinn sofa: Segja ekkert „Stórveldið þeirra stendur ekki í lappirnar gegn hatursorðræðu“

Logi segir Vesturbæinn sofa: Segja ekkert „Stórveldið þeirra stendur ekki í lappirnar gegn hatursorðræðu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fullyrða að United sé á eftir Longstaff

Fullyrða að United sé á eftir Longstaff
433Sport
Fyrir 2 dögum

Draumaliðið: Verðmætasta knattspyrnulið í heimi

Draumaliðið: Verðmætasta knattspyrnulið í heimi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sky: Sarri tekur við Juventus – Lampard snýr aftur

Sky: Sarri tekur við Juventus – Lampard snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Gylfi og Alexandra í einkaflugvél á leið í brúðkaupið

Sjáðu myndirnar: Gylfi og Alexandra í einkaflugvél á leið í brúðkaupið