fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Byrjaði í Meistaradeildinni áður en hann spilaði landsleik fyrir Ísland

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 19:16

Arnór er kominn aftur til Norrköping

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru tveir Íslendingar að spila í Meistaradeildinni þessa stundina en riðlakeppnin er í fullum gangi.

Íslendingarnir tveir eru þeir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson sem leika með CSKA Moskvu.

CSKA er í erfiðu verkefni þessa stundina en liðið spilar við ítalska stórliðið Roma á útivelli.

Arnór fékk tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld eftir að hafa komið inná gegn Real Madrid í síðustu umferð í 1-0 sigri.

Arnór er talinn afar efnilegur leikmaður og kostaði CSKA um tvær milljónir evra. Hann hefur þó ekki spilað A landsleik.

Það þykir ansi merkileg staðreynd að þessi skemmtilegi leikmaður byrji í deild þeirra bestu áður en hann fær tækifæri með landsliðinu.

Hörður Björgvin er orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu en hann gekk einnig í raðir CSKA í sumar frá Bristol City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Leikmenn Arsenal í rusli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit

Hörmulegar vítaspyrnur kostuðu City – Real Madrid komið í undanúrslit