fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Þessir leikmenn landsliðsins eru í öðrum gæðaflokki að mati Gumma Ben – ,,Truflar mig ekki neitt þegar sonurinn spilar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. október 2018 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið er fallið úr A deild í Þjóðadeildinni eftir tap gegn Sviss hér heima í gær.

Ísland náði sér ekki á strik á Laugardalsvelli í kvöld en Sviss hafði að lokum betur með tveimur mörkum gegn einu. Ísland lenti undir á 52. mínútu er Haris Seferovic skoraði með fínum skalla sem fór í slá og inn. Á 67. mínútu bætti Sviss við sínu öðru marki eftir vandræði í vörn Íslands og staðan orðin 2-0 og útlitið svart.

Alfreð Finnbogason minnkaði þó muninn fyrir Ísland á 81. mínútu leiksins með frábæru skoti fyrir utan teig.

,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn ganga fínt fyrir sig fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar,“ sagði Guðmundur í Bítinu á Bylgjunni í dag.

,,Mér fannst við byrja síðari hálfleikinn eins og þann fyrri, við vorum á eftir. Ég er sammála því að mér fannst að við hefðum átt að breyta fyrr, mér fannst vera þreytu merki. Við biðum þangað til að við fengum á okkur mark, það var í loftinu lengi. Við vorum ekkert líklegir þangað til við skoru í raun.“

Guðmundur lýsti leiknum í gær á Stöð2 Sport í gær en sonur hans, Albert kom inn sem varamaður og var öflugur.

,,Nei, það truflar mig ekki neitt. Ég veit það ekki, það myndi ekki trufla mig ef hann myndi skora. Ég veit ekki hvernig ég myndi bregðast við, ég er einn af þeim foreldrum er örugglega meira að benda honum á það sem betur má fara en hrósið. Ef hann á hrósið skilið þá finnst mér það ekki erfitt. Ég hef vitað í mörg ár að hann myndi spila með landsliðinu ef heilsan myndi leyfa. Hann á fullt erindi í þetta, það er þjálfarans að ákveða hversu mikið það er.“

Guðmundur tók undir orð þeirra sem spurðu um að Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason væru í öðrum getuflokki en aðrir leikmenn liðsins

,,Þeir eru allt á öðru leveli, þeir eru líka í tveimur af bestu deildum heims. Þar er ekkert sætt sig við það að menn séu ekki á fullu allan leikinn, það er allt sem telur. Þú þarft að vera fljótur að hugsa, fyrsta snertingin þarf að vera góð. Það sést allt þegar þú horfir á þessa leikmenn.“

Íslenska landsliðið hefur ekki unnið í þrettán leikjum í röð þegar sterkasti hópurinn er valinn.

,,Partýið er ekki búið, alvaran byrjar í mars með undankeppni EM. Ef við erum komnir með Aron, Emil og Birki Má. Ef við verðum með flesta heila, þár er partýið í fullum gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði