fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
433Sport

Plús og mínus eftir grátlegt jafntefli við Frakkland – Ekki vera hentistefnumaður og kauptu þér miða

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland kastaði frá sér nánast unnum leik gegn heimsmeisturum Frakka í æfingaleik ytra í kvöld.

Íslenska liðið var miklu sterkari aðili stærstan hluta leiksins en fékk á sig klaufaleg mörk undir lokin.

Birkir Bjarnason kom íslenska liðinu yfir eftir hálftíma leik með frábæru marki. Alfreð Finnbogason vann boltann af harðfylgni og kom honum á Birki sem afgreiddi færið vel.

Íslenska liðið var loksins líkt því eins og við þekkjum það, það var svo eftir klukkutíma leik sem Kári Árnason kom Ísland í 0-2. Gylfi Þór Sigurðsson tók hornspynu sem Kár skallaði í slá og inn.

Frakkar löguðu stöðuna seint í leiknum þegar Hannes Þór varði skot Kylian Mbappe í Hólmar Örn og í netið.

Frakkar jöfnuðu svo leikinn úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks, Kolbeinn Sigþórsson handlék knöttinn og Kylian Mbappe skoraði af öryggi.

Þannig lauk leiknum og fyrsti sigur Erik Hamren með íslenska liðið þarf að biða.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Rúnar Alex Rúnarsson átti frábæran fyrri hálfleik en síðan fór hann af velli, markvörðurnn var öruggari en áður í sínum aðgerðum í marki landsliðsins. Heldur áfram að setja pressu á Hannes Þór Halldórsson og það hressilega.

Birkir Bjarnason skoraði fyrsta markið í tíð Erik Hamren, frábærlega klárað hjá þessum öfluga miðjumanni.

Birkir virðist nýtast landsliðinu miklu betur á miðsvæðinu en á vængnum, hann kemur með kraft þar inn. Bestu landsleikir Birkir hafa verið á miðjunni síðustu mánuði.

Það munar ansi miklu fyrir liðið að fá Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson aftur, voru meiddir í síðasta verkefni en eru mættir aftur og það sást innan vallar.

Kári Árnason er einstakur leikmaður, flestir héldu að hann myndi hætta eftir HM. Heldur betur ekki, var frábæra í leiknum. Toppaði geggjaðan leik með góðu skallamarki.

Birkir Már Sævarsson er einstakt eintak í raun, spilar í Pepsi deildinni en getur pakkað mörgum af bestu leikmönnum í heimi saman.

Mínus:

Það er ekki uppselt á leik Íslands gegn Sviss í Þjóðadeildinni á mánudag á Laugardalsvelli, nú ferð þú á Tix.is og kaupir þér miða. Strákarnir eiga skilið fullan völl. Ekki vera hentistefnumaður og kauptu þér miða.

Albert Guðmundsson er ungur og lærir en hann missti boltann klaufalega í marki Frakklands. Lifum og lærum.

Kolbeinn Sigþórsson var svo klaufi þegar hann fékk á sig vítaspyrnu sem tryggði Frökkum jafntefli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

De Gea lagði 28 milljónir inn á Rauða krossinn: Sjö hafa látið

De Gea lagði 28 milljónir inn á Rauða krossinn: Sjö hafa látið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

18 ára leikmaður Chelsea þénar nú 28 milljónir á viku

18 ára leikmaður Chelsea þénar nú 28 milljónir á viku
433Sport
Í gær

Greenwood hetja United – Ótrúleg úrslit í Þýskalandi og Hörður fékk skell

Greenwood hetja United – Ótrúleg úrslit í Þýskalandi og Hörður fékk skell
433Sport
Í gær

Dæmdur í fangelsi fyrir hrottalega árás – Fékk samning um leið og hann losnaði

Dæmdur í fangelsi fyrir hrottalega árás – Fékk samning um leið og hann losnaði
433Sport
Í gær

Opnar á að nýjasta stjarnan fari til United: Þrátt fyrir allt sem gekk á

Opnar á að nýjasta stjarnan fari til United: Þrátt fyrir allt sem gekk á
433Sport
Í gær

Lið ársins í Pepsi Max-deild karla: Sjö koma úr liði Íslandsmeistaranna

Lið ársins í Pepsi Max-deild karla: Sjö koma úr liði Íslandsmeistaranna
433Sport
Í gær

Knattspyrnumaður myrtur í Amsterdam í gær

Knattspyrnumaður myrtur í Amsterdam í gær
433Sport
Í gær

Kristján hefur lengi starfað í faginu: Hælbeinið farið að vera til vandræða – „Af­leiðing­arn­ar geta verið al­var­leg­ar“

Kristján hefur lengi starfað í faginu: Hælbeinið farið að vera til vandræða – „Af­leiðing­arn­ar geta verið al­var­leg­ar“