fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433

Óvænt tíðindi úr Árbænum – ,,Fáir sem trúðu að ég óuppalandi á yngri árum myndi spila 274 leiki fyrir Fylki“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaður Fylkis hefur yfirgefið félagið. Þetta staðfestir hans í löngum pistli á Facebook.

Ásgeir hefur nánast alla tíð spilað fyrir Fylki fyrir utan stutt stopp hjá Selfossi fyrir tíu árum.

,,Það voru fáir sem hefðu trúað því að ég, gjörsamlega óuppalandi og óferjandi á yngri árum, myndi enda með að spila 274 meistaraflokksleiki fyrir klúbbinn minn og bera fyrirliðabandið stoltur í tæp þrjú ár. En það gerðist. Ef til vill skrifast það meira á þrjósku og ástríðu, en hæfileika,“ skrifar Ásgeir.

Hann ætlar sér að halda áfram í fótbolta en samningur hans við Fylki á ekki að renna út fyrr en eftir ár.

,,Það sem stendur helst upp úr á þessum 26 árum er hversu mörgu góðu fólki ég hef kynnst á leiðinni. Fyrst og fremst fékk ég að spila fótbolta með bestu vinum mínum og það eitt og sér eru forréttindi. Auk þess fékk ég að læra af mörgum ólíkum einstaklingum hvort sem það voru uppaldir og ungir Fylkismenn, goðsagnir hjá klúbbnum eða aðkomumenn. Að fá að þroskast og dafna sem einstaklingur hjá mínu uppeldisfélagi er þakkarvert og verð ég að eilífu þakklátur fyrir það!“

,,En ég á nóg eftir og er spenntur fyrir næstu áskorun! Framhaldið er óljóst, en ég verð einhverstaðar að sparka í fótbolta næstu árin. Það er klárt!.“

Fylkir sendi svo frá sér yfirlýsingu um málið. ,,Knattspyrnudeild Fylkis og Ásgeir Börkur Ásgeirsson hafa komist að samkomulagi um starfslok hjá félaginu. Samvinna þessara tveggja aðila hefur verið frábær í mörg ár. Ásgeir Börkur er uppalinn hjá félaginu og hefur staðið sig frábærlega, verið fyrirliði liðsins og alltaf gert sitt allra besta. „

,,Eftir að hafa rætt mikið saman síðustu daga þá komst félagið og Ásgeir Börkur sameiginlega að þeirri niðurstöðu að hann fengi að skoða aðra möguleika. Þess ber að geta að Ásgeir Börkur mun halda áfram að þjálfa yngri flokka hjÁ Fylki en hann hefur verið að standa sig mjög vel sem þjálfari hjá félaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“

Jökull fékk á baukinn í beinni fyrir tilraunir sínar í vetur – „Ekki gera það fyrir framan sjónvarpsvélar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur

Sjáðu markið sem Albert skoraði í dag – Gjörsamlega ískaldur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?

Fögnuður Óskars í Noregi vekur mikla athygli – Af hverju var þetta lag undir?