fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019
433Sport

Jón Daði að rifna úr stolti af pabba sínum – ,,Vinnuframlag þitt fór ekki framhjá neinum og þú hélst alltaf áfram“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 16:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson er einn heitasti íslenski leikmaðurinn í dag en hann spilar með Reading á Englandi.

Jón hefur raðað inn mörkum fyrir Reading á tímabilinu en hann er þó að glíma við meiðsli þessa stundina.

Íslenska landsliðið spilar við Frakkland í æfingaleik í kvöld og mun Jón ekki taka þátt í þeim leik.

Jón setti inn skemmtilega færslu á Facebook síðu sína í gær þar sem hann ræðir föður sinn, Böðvar Þorsteinsson.

Böðvar er að fara gefa út bókina ‘Eins og skot’ og samkvæmt Jóni hefur hann unnið að þessari bók í mörg ár.

Jón segist vera gríðarlega stoltur af föður sínum og hvetur alla til þess að mæta í útgáfuteiti á morgun, þann 12. október.

,,Faðir minn Böðvar Þorsteinsson er að fara gefa út bókina sína “Eins og skot” núna á föstudaginn 12. október. Það verður útgáfuteiti 12.október milli kl 17 & 19 í verslun Hlað. Gaman væri að sjá sem flesta!“ skrifaði Jón á Facebook.

,,Pabbi er búinn að vera að vinna við þessa bók í mörg ár og mæli ég eindregið með henni fyrir allt áhugafólk um skotveiði og hleðslu riffilskota.“

,,Ég er óendanlega stoltur af þér pabbi minn. Vinnuframlag þitt fór ekki framhjá neinum og þú hélst alltaf áfram. Núna er að njóta árangursins, til hamingju“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar Austmann ítrekar að þetta sé ekki „Facerape“: Getur þú lánað honum þennan bol?

Heiðar Austmann ítrekar að þetta sé ekki „Facerape“: Getur þú lánað honum þennan bol?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Búið að ákæra Sarri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mun utanríkisráðherra styðja erkifjendur sína í kvöld? – Kokkur Morgunblaðsins gæti fagnað sigri

Mun utanríkisráðherra styðja erkifjendur sína í kvöld? – Kokkur Morgunblaðsins gæti fagnað sigri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hollywood stjarna átti að vita betur: Ákvörðun sem fór illa í marga

Hollywood stjarna átti að vita betur: Ákvörðun sem fór illa í marga
433Sport
Í gær

Höskuldur að semja aftur við Blika: Vandræði hjá stjörnu liðsins sem gæti óvænt farið

Höskuldur að semja aftur við Blika: Vandræði hjá stjörnu liðsins sem gæti óvænt farið
433Sport
Í gær

Reyndi að sannfæra hann á undarlegan hátt: Neitaði að horfa í augun á honum – ,,Vissi um leið að þetta myndi ekki ganga upp“

Reyndi að sannfæra hann á undarlegan hátt: Neitaði að horfa í augun á honum – ,,Vissi um leið að þetta myndi ekki ganga upp“
433Sport
Í gær

Mætti á sína fyrstu æfingu í dag eftir handtöku: Sakaður um ofbeldi gegn konu

Mætti á sína fyrstu æfingu í dag eftir handtöku: Sakaður um ofbeldi gegn konu
433Sport
Í gær

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?

Fara þessir tíu leikmenn frá Arsenal í sumar?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sverrir og félagar kunna að fagna titlum – Sjáðu ástríðuna

Sverrir og félagar kunna að fagna titlum – Sjáðu ástríðuna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt