fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Einkunnir þegar Ísland kastaði frá sér sigri gegn Frakklandi – Kári bestur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland kastaði frá sér nánast unnum leik gegn heimsmeisturum Frakka í æfingaleik ytra í kvöld.

Íslenska liðið var miklu sterkari aðili stærstan hluta leiksins en fékk á sig klaufaleg mörk undir lokin.

Birkir Bjarnason kom íslenska liðinu yfir eftir hálftíma leik með frábæru marki. Alfreð Finnbogason vann boltann af harðfylgni og kom honum á Birki sem afgreiddi færið vel.

Íslenska liðið var loksins líkt því eins og við þekkjum það, það var svo eftir klukkutíma leik sem Kári Árnason kom Ísland í 0-2. Gylfi Þór Sigurðsson tók hornspynu sem Kár skallaði í slá og inn.

Frakkar löguðu stöðuna seint í leiknum þegar Hannes Þór varði skot Kylian Mbappe í Hólmar Örn og í netið.

Frakkar jöfnuðu svo leikinn úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks, Kolbeinn Sigþórsson handlék knöttinn og Kylian Mbappe skoraði af öryggi.

Þannig lauk leiknum og fyrsti sigur Erik Hamren þarf að bíða.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Rúnar Alex Rúnarsson (´46) 8
Gjörsamlega geggjaður í leiknum, varði vel í fyrri hálfleik áður en hann fór svo af velli í hálfleik.

Hólmar Örn Eyjólfsson 7
Kom öflugur inn í varnarlínuna, er miðvörður en leysir stöðu bakvarðar vel eins og í dag.

Kári Árnason 8 – Maður leiksins
Einstakur leikmaður, 35 ára en spilar alltaf frábærlega með landsliðinu. Verður alltaf betri eftir því sem verkefnið er stærra. Frábær varnarlega og geggjað mark.

Ragnar Sigurðsson 7
Sterkur varnarleikur hjá Ragnari eins og svo oft áður, gerði allt sem hann átti að gera rétt.

Birkir Már Sævarsson (´80) 7
Vindurinn úr Pepsi deildinni stendur alltaf fyrir sínu, nú sem vinstri bakvörður.

Jóhann Berg Guðmundsson (´71) 7
Kom inn með gæðin sem við söknuðum í síðasta landsleik, hélt vel í boltann og færir liðinu ró.

Rúnar Már Sigurjónsson 6
Gerði margt með ágætum í leiknum og er að gera sig gildandi í landsliðinu.

Birkir Bjarnason 8
Besti landsleikur Birkir um nokkurt skeið, á miðsvæðinu líður honum einfaldlega best.

Arnór Ingvi Traustason (´60) 6
Kom inn með ágætis kraft en sást ekkert alltof mikið í leiknum.

Gylfi Þór Sigurðsson (´80) 7
Lék svo gott sem í framlínu liðsins, eins og Jóhann Berg þá færir hann ró yfr liðið og heldur vel í boltann. Frábær hornspyrna í marki Kára.

Alfreð Finnbogason (´46) 8
Gerði virkilega vel úr þeim stöðum sem hann fékk, frábær undirbúningur í marki Birkir Bjarnasonar.

Varamenn:

Hannes Þór Halldórsson (´46) 6
Kom inn með ágætum.

Albert Guðmundsson (´46) 5
Kom inn með ágætum en missti boltann á klaufalegum stað í marki Frakklands.

Kolbeinn Sigþórsson (´60) 5
Mikilvægar mínútur fyrir hann en Kolbeinn gaf vítaspyrnu á lokamínútunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Í gær

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Í gær

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?