fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Íslendingur heppinn að vera á lífi eftir hræðilegt slys í Frakklandi – ,,Hljóð sem koma úr deyjandi manneskju“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 20:27

Mynd: Stöð 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henning Eyþór Jónasson lenti í hræðilegu atviki í sumar er hann heimsótti Nice í Frakklandi í ágúst.

Henning ræddi við Ísland í dag um atvik sem kom upp í sumar er hann og kærasta hans fóru í svokallað draumafrí.

Henning lenti í dýfingaslysi en hann ákvað að stinga sér í vatnið ‘head first’ eins og hann orðar það. Þar mætti hann strax hörðum botninum.

Henning hálsbrotnaði eftir stökkið og má teljast heppinn að vera á lífi í dag. Eftir slysið lá hann á spítala í Marseille í sex sólahringa.

Henning var á sínum tíma partur af U21 liði Íslands en hann lagði skóna á hilluna árið 2012 eftir dvöl hjá Gróttu.

Hann kom víða við á ferlinum og lék með liðum á borð við KR, Þrótti Reykjavík, Selfossi og Aftureldingu.

,,Þetta var sumar orlofið hjá mér og kærustunni og við ákváðum að fara til Nice í Suður-Frakklandi,“ sagði Henning.

,,Miðað við Instagram myndir og annað þá leit þetta afskaplega vel út. Þú leggur af stað inn gljúfrið og eins og þú sért að fara upp á móti ánni.“

,,Við sáum fólk hoppandi, stingandi sér út um allt og ég er yfirleitt frekar viltur og svo erum við komin lengra á hjólábátinum okkar og ég bendi kærustunni á að kíkja á þessa kletta þarna.“

,,Ég stekk framan á, það var góður pallur framan á bátnum, frekar stór og mikill. Ég stend af honum og klifra beint á klettana.“

,,Ég var kominn í ágætis hæð en ekkert þannig samt því ég hafði verið að hoppa af sex til sjö metra hæðum. Þetta voru bara tveir metrar.“

,,Ég hugsaði að ég myndi bara stinga mér head first. Ég hafði bara lent á fótum fram að þessu í einhverju bakkflippi eða eitthvað, ekkert mál.“

,,Ég var varla kominn ofan í þá mætir mér harður botninn. Það síðasta sem ég bjóst við er að það væri botn þarna. Það hvarflaði ekki að mér.“

,,Ég fann það strax að ég gat ekki haldið haus og ég heyri þokulúðurs hávaða í hausinum á mér og það purar úr eyrunum á mér svona þrýstingur.“

,,Hljóðin sem koma út úr mér, ég var svona emjandi. Ég hef aldrei heyrt þetta koma úr sjálfum mér og ég hugsaði að þetta væru hljóð sem væru að koma úr deyjandi manneskju.“

Nánar er rætt við Henning á heimasíðu Vísis. Viðtalið má heyra með því að smella hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Í gær

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Í gær

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga