fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Plús og mínus – ,,Frábært að sjá hann snúa aftur“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 20:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við tap á Laugardalsvelli í kvöld er liðið mætti Belgíu í Þjóðadeildinni.

Leiknum lauk með 3-0 sigri Belga en Romelu Lukaku og Eden Hazard sáu um að tryggja gestunum sigur.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það var frábært að sjá Kolbein Sigþórsson snúa aftur á völlinn með landsliðinu. Hefur upplifað erfiða tíma en við þurfum svo sannarlega á honum að halda.

Rúnar Már Sigurjónsson byrjaði sinn fyrsta keppnisleik og kom vel út. Einn besti maður íslenska liðsins.

Þetta var allt öðruvísi leikur en 6-0 tapið gegn Sviss. Leikmennirnir gáfust ekki upp þrátt fyrir 3-0 tap.

Íslenska liðið byrjaði virkilega vel í dag. Við vorum meira með boltann alveg í byrjun og fékk Gylfi Þór fínt færi, þetta leit vel út í byrjun.

Mínus:

Þrátt fyrir góða byrjun vorum við ekki lengi að falla aftar og aftar á völlinn. Það var óþarfi svona snemma.

Að fá á sig níu mörk í tveimur leikjum er algjörlega óásættanlegt. Það er ekki líkt þessu landsliði sem hefur náð stórkostlegum árangri.

Íslenska liðið bar alltof mikla virðingu fyrir belgíska liðinu og þá sérstaklega Eden Hazard sem var besti maður vallarins í kvöld.

Þetta var fyrsta tap Íslands á Laugardalsvelli í fimm ár. Síðast töpuðum við keppnisleik hér heima árið 2013.

Það þarf eitthvað að breytast. Erik Hamren virðist ekki vera með hlutina á hreinu eins og er en það þarf að gefa manninum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld