Brasilíska goðsögnin hefur keypt 51 prósent hlut í spænska félaginu Real Valladolid en þetta var staðfest í dag.
Ronaldo hafði sýnt því áhuga að kaupa félagið síðustu vikur og á hann nú meirihlut í liðinu.
Ronaldo er 42 ára gamall í dag en hann var magnaður knattspyrnumaður á sínum tíma og þekkir spænsku úrvalsdeildina vel.
Ronaldo lék með liðum á borð við Real Madrid og Barcelona og spilaði hann þá einnig á Ítalíu.
Valladolid er þessa stundina í 16. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og hefur enn ekki unnið sigur á tímabilinu.