Marcus Rashford, leikmaður Manchester United fékk beint rautt spjald í gær er liðið heimsótti Burnley.
Rashford var óánægður með Phil Bardsley, leikmann Burnley, í síðari hálfleik og brást illa við eftir tæklingu varnarmannsins.
Rashforf setti ‘enni í enni’ eins og það er oft kallað áður en dómari leiksins lyfti upp rauða spjaldinu.
United hafði þó betur í leiknum en Romelu Lukaku skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri.
Rashford hefur nú beðist afsökunar á hegðun sinni en hann birti Twitter færslu eftir sigurinn,
,,Tilfinningarnar höfðu betur. Ég hefði ekki átt að bregðast svona við. Ég vil biðja alla hjá félaginu afsökunar sem og stuðningsmenn,” sagði Rashford.
Emotions got the better of me, I shouldn’t of reacted like that. Sorry to everyone at the club and all the fans #MUFC pic.twitter.com/6UWnxd4yYo
— Marcus Rashford (@MarcusRashford) 2 September 2018