Blaise Matuidi, leikmaður Juventus, skilur vel af hverju Cristiano Ronaldo er talinn besti fótboltamaður heims af mörgum.
Ronaldo samdi við Juventus í sumar eftir dvöl frá Real Madrid en á enn eftir að skora fyrir sitt nýja lið.
Matuidi segir að það sé mjög gaman að spila með Ronaldo og að hann hafi aldrei séð annan eins leikmann á ferlinum.
,,Hann er besti leikmaður heims og það er mjög gaman að spila með honum,” sagði Matuidi.
,,Hann er vinnuskrímsli. Hann kemur fyrst og fer síðast. Hann vinnur og vinnur. Ég hef aldrei séð það og ég skil af hverju hann hefur unnið Ballon d’Or fimm sinnum.”