Troy Deeney, fyrirliði Watford, viðurkennir að leikmenn liðsins hafi ekki hlustað á þjálfara liðsins, Javi Gracia í 2-1 sigri á Tottenham í gær.
Deeney segir að leikmenn hafi æft föst leikatriði mikið á æfingasvæðinu en að þeir hafi einnig gert sína eigin hluti í sigrinum.
,,Þjálfarinn verður að fá hrós fyrir þetta. Hann hefur unnið mikið í föstum leikatriðum en eins fyndið og það er þá notuðum við þau ekki,” sagði Deeney.
,,Við ákváðum að hunsa hans skipanir og gerðum okkar eigin hluti og boltinn féll fyrir okkur. Það var leikmönnunum að þakka.”
,,Ef við hefðum klikkað á þessu þá hefði hann látið okkur heyra það!”