Andy Robertson, bakvörður Liverpool á Englandi, er orðinn fyrirliði skoska landsliðsins.
Þetta var staðfest í dag en Robertson á að baki 22 landsleiki fyrir sína þjóð. Hans fyrsti leikur kom árið 2014.
Robertson hefur átt ótrúleg fjögur ár en hann fór fyrst til Hull frá Dundee United árið 2014 áður en Liverpool keypti hann.
Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur staðið sig afar vel á Anfield og fær nú fyrirliðabandið hjá Skotlandi.
Alex McLeish er landsliðsþjálfari Skotlands en hann hefur mikla trú á bakverðinum.