Miðjumaðurinn Yaya Toure hefur skrifað undir samning við lið Olympiakos í grísku úrvalsdeildinni.
Þetta var staðfest í kvöld en Toure kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Manchester City.
Toure er 35 ára gamall miðjumaður en hann lék með City í átta ár eftir þriggja ára dvöl hjá Barcelona.
Toure hefur lengi leitað að nýju liði og var á meðal annars orðaður við West Ham í sumar.
Toure hefur áður leikið með Olympiakos en hann var þar í eitt tímabil 2005 til 2006.
Hann fékk frábærar móttökur eins og má sjá hér fyrir neðan.