Íslenska kvennalandsliðið spilaði stórleik í gær er liðið mætti Þýskalandi í undankeppni HM.
Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og var í fyrsta sinn frá upphafi uppselt á leik kvennalandsliðsins.
Þjóðin kom saman og stóð við bakið á stelpunum sem eiga enn góðan möguleika á að komast á HM.
Stelpurnar þurftu að sætta sig við 2-0 tap í gær en Þýskaland reyndist aðeins of stór biti.
Leikið er hins vegar við Tékkland á þriðjudag og geta stelpurnar mögulega tryggt sér sæti í umspili með sigri.
Hér má sjá myndir frá Laugardalsvelli í gær
.