Þrír leikmenn Liverpool komast í lið helgarinnar hjá the BBC en sunnudagsleikjunum er nú lokið.
Liverpool vann 2-1 sigur á Leicester á laugardag og eru þeir Joe Gomez, Andrew Robertson og Sadio Mane allir í liðinu.
Tveir leikmenn Chelsea komast í liðið eftir 2-0 sigur á Bournemouth, þeir Marcos Alonso og Eden hazard.
Einnig fá Kyle Walker og Raheem Sterling, leikmenn Manchester City sæti eftir 2-1 sigur á Newcastle.
Hér má sjá lið BBC.