Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vakti athygli á dögunum á blaðamannafundi eftir 3-0 tap liðsins gegn Tottenham.
Mourinho talaði þar um að hann væri sigursælasti þjálfarinn á Englandi og væri með fleiri titla á bakinu en allir aðrir stjórar deildarinnar.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í ummælin í dag í því samhengi að Mourinho hafi verið að ræða um hann.
,,Hvað sagði Mourinho? Nú hef ég áhuga á að heyra það,” sagði Klopp eftir 2-1 sigur á Leicester í dag.
,,Það er rétt hjá honum, ef hann er að tala um mig. Það eru fleiri þjálfarar í þessari deild en ef þið haldið að þetta hafi verið um mig, ekkert mál.”
,,Hann er örugglega sigursælasti þjálfarinn í úrvalsdeildinni þessa stundina. Það er ekkert vandamál.”