Steven Gerrard og félagar í Rangers töpuðu gegn stórliði Celtic í skosku úrvalsdeildinni fyrr í dag.
Gerrard tók við Rangers fyrr í sumar en hann var að tapa sínum fyrsta leik sem stjóri liðsins.
Rangers hafði leikið 13 leiki fyrir viðureign dagsins án þess að tapa en Celtic hafi betur, 1-0.
Þrátt fyrir góða byrjun Gerrard í öllum keppnum hefur Rangers ekki byrjað eins illa í skosku deildinni í 29 ár.
Rangers hefur spilað fjóra leiki í deildinni til þessa og er með fimm stig sem er versti árangur liðsins síðan 1989 er liðið vann einn leik, tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli í fyrstu fjórum.
Rangers hefur unnið einn á þessu tímabili, gert tvö jafntefli og nú tapað einum leik.