Lið Barcelona bauð upp á sýningu á heimavelli sínum Camp Nou í dag er liðið fékk Huesca í heimsókn.
Barcelona lenti óvænt undir á þriðju mínútu leiksins er Cucho skoraði fyrir gestina. Lionel Messi svaraði með marki stuttu seinna.
Jorge Pulido varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Huesca áður en Luis Suarez bætti við þriðja marki liðsins. Alex Gallar jafnaði hins vegar metin í 3-2 undir lok fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik setti Barcelona allt á fullt og skoraði heil fimm mörk og hafði að lokum betur, 8-2!
Ousmane Dembele, Ivan Rakitic, Messi, Jorge Alba og Suarez sáu um að skora mörkin.