Mesut Özil, leikmaður Arsenal á Englandi, hefur verið gagnrýndur fyrir sína frammistöðu í byrjun tímabils.
Neil Warnock, stjóri Cardiff, ræddi Özil á blaðamannafundi í gær fyrir leik liðanna um helgina. Hann segist vera tilbúinn að taka við leikmanninum vilji hann fara annað.
,,Leikmenn spila fyrir ákveðna þjálfara og af einhverjum ástæðum ekki fyrir aðra,” sagði Warnock.
,,Þegar þú ert toppleikmaður eins og Özil, þú hefur séð þetta allt og gert þetta allt, þá er það bara tímaspursmál hvenær hann kemst í gang.”
,,Ég hef áhyggjur af nógu miklu eins og er. Hann má koma hingað og spila fyrir mig ef hann vill!”