Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að tveir leikmenn liðsins þurfi að bæta sig ef þeir vilji fá að spila fyrir félagið.
Sarri hefur ekki mikið verið að breyta liði Chelsea í byrjun tímabils en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leikina.
Sarri var í gær spurður út í þá Victor Moses og Ruben Loftus-Cheek sem hafa ekki fengið margar mínútur.
Moses fékk reglulega að spila undir Antonio Conte síðustu tvö tímabil en Loftus-Cheek var í láni hjá Crystal Palace á síðasta tímabili.
Sarri segir að báðir leikmennirnir þurfi að bæta sig vilji þeir fá að spila en hann ætlar að nota Moses á vængnum frekar en í bakverði eins og Conte gerði.