Leicester 1-2 Liverpool
0-1 Sadio Mane(10’)
0-2 Roberto Firmino(45’)
1-2 Rachid Ghezzal(63’)
Liverpool vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið heimsótti Leicester á King Power völlinn.
Gestirnir frá Liverpool byrjuðu vel og komust yfor á 10. mínúut leiksins er Sadio Mane skoraði.
Undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 2-0 en Roberto Firmino kom þá boltanum í netið fyrir þá rauðklæddu.
Rachid Ghezzal lagaði stöðuna fyrir Leicester á 63. mínútu leiksins og staðan 2-1.
Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og er Liverpool nú á toppnum með fullt hús stiga.,