Jimmy Floyd Hasselbaink var frábær framherji á sínum tíma en hann lék lengst með Chelsea á ferlinum.
Hasselbaink var duglegur að skora fyrir Chelsea á sínum tíma en hann lék með liðinu frá 2000 til 2004.
Hasselbaink og Eiður Smári Guðjohnsen voru saman hjá Chelsea og mynduðu gríðarlega sterkt sóknarpar.
Hollendingurinn og Eiður náðu gríðarlega vel saman á vellinum og voru duglegir að leggja upp mörk fyrir hvorn annan.
Hasselbaink ræddi samband hans og Eiðs Smára í þættinum Soccer AM í dag en hann lagði skóna á hiluna árið 2008.
Hasselbaink segir að samband þeirra hafi verið náttúrulegt og segir að Eiður hafi ekki verið eins sjálfselskur og hann sjálfur.
Þetta má sjá hér.
.@jf9hasselbaink on his @ChelseaFC partnership with @Eidur22Official
„We never worked on it, it was just natural“ ? pic.twitter.com/ncRYzj3fO7
— Soccer AM (@SoccerAM) 1 September 2018