Leroy Sane, leikmaður Manchester City, er ekki í hóp hjá liðinu sem spilar við Newcastle í dag.
Sane var frábær fyrir lið City á síðustu leiktíð og var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins er liðið vann deildina.
Enskir miðlar greina nú frá því að Pep Guardiola, stjóri City, sé að refsa leikmanninum.
Greint er frá því að Guardiola sé allt annað en sáttur með viðhorf Sane og það sem hann hefur sýnt á æfingum.
Guardiola vill sýna Sane að hann sé ekki ósnertanlegur og vill sjá breytingar í hegðun leikmannsins.