Maurizio Sarri, stjóri Chelsea á Englandi, var gríðarlega hrifinn af frammistöðu Marcos Alonso í sigri á Bournemouth í dag.
Alonso hefur byrjað tímabilið vel undir stjórn Sarri en hann er sérstaklega duglegur að taka þátt í sóknarleiknum.
Sarri hefur mikla trú á Spánverjanum og telur að hann geti orðið besti bakvörður heims á næstu árum.
,,Alonso, þessa stundina, gæti verið besti vinstri bakvörður Evrópu,” sagði Sarri eftir leikinn í dag.
,,Líkamleg geta hans er í hæsta gæðaflokki. Hann er að standa sig mjög vel sóknarlega.”getur hins vegar bætt sig varnarlega. Ef hann gerir það þá gæti hann orðið besti vinstri bakvörður heims.”