Alisson Becker, markvörður Liverpool, gerði sig sekan um slæm mistök í dag í 2-1 sigri liðsins á Leicester.
Alisson ákvað að reyna að sóla Kelechi Iheanacho, leikmann Leicester, í stöðunni 2-0 fyrir Liverpool en það kostaði liðið mark.
Alisson viðurkennir að hafa gert slæm mistök og er reiður út í sjálfan sig.
,,Ég er reiður út í sjálfan mig eftir þessi mistök og ég kom liðinu í erfiða stöðu,” sagði Alisson.
,,Þegar einn leikmaður gerir mistök þá hefur það áhrif á alla. Þetta var ekki vel dæmt hjá mér, ég fékk ekki góða sendingu til baka.”
,,Ég ræddi við Virgil van Dijk í búningsklefanum eftir leikinn, þetta var ekki góð sending en ég hefði getað þrumað boltanum burt.”
,,Ég vildi halda boltanum og halda áfram að spila. Nú munu allir skoða þetta. Ég mun ekki vera eins heimskur aftur og gera sömu mistök.”
,,Þetta er partur af mínum leik, að spila boltanum. Ég ætla þó ekki að vera svo hrokafullur og segja að ég haldi áfram að gera þetta.”