Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, var ekki valinn í landsliðshóp Síle sem var kynntur í nótt.
Síle á leiki gegn Japan og Suður-Kóreu í september en þeirra helsti markaskorari mun ekki taka þátt.
Sanchez er markahæsti leikmaður í landsliði Síle og þá einnig að baki flesta leiki en hann vinnur nú í því að koma sér í sitt fyrra form.
United bað knattspyrnusamband Síle um að velja Sanchez ekki í hópinn og hefur fengið þá ósk uppfyllta.
,,Þetta er ákvörðun sem við tókum eftir ráðgjöf frá læknaliði Manchester United,” sagði landsliðsþjálfari Síle, Reinaldo Rueda.
Sanchez er að glíma við smávægileg meiðsli en hann missti af 3-2 tapi United gegn Brighton fyrr í mánuðinum.