Framherjinn Tammy Abraham hefur gert samning við lið Aston Villa á Englandi en hann skrifaði undir í dag.
Abraham er samningsbundinn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en gerir nú eins árs langan lánssamning við Villa.
Þessi 20 ára gamli framherji var frábær í Championship-deildinni fyrir tveimur árum og skoraði 23 mörk í 41 leik fyrir Bristol City.
Abraham var í láni hjá Swansea á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði fimm mörk í 31 leik.
Abraham vildi fá að sanna sig hjá Chelsea en var ekki í plönum Ítalans Maurizio Sarri.