Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, hefur nú opinberað hans fyrsta landsliðshóp sem þjalfari liðsins.
Enrique tók við spænska landsliðinu eftir HM í sumar en Fernando Hierro stýrði liðinu á mótinu er liðið olli vonbrigðum.
Það vekur athygli að Jordi Alba, bakvörður Barcelona og Koke, miðjumaður Atletico, eru ekki valdir að þessu sinni.
Spánn leikur við England og Króatíu í Þjóðadeildinni í september.
Hér má sjá hópinn.
Markverðir: David de Gea (Manchester United), Kepa Arrizabalaga (Chelsea), Pau Lopez (Betis)
Varnarmenn: Dani Carvajal (Real Madrid), Nacho (Real Madrid), Sergio Ramos (Real Madrid), Diego Llorente (Real Sociedad), Inigo Martinez (Athletic Bilbao), Jose Gaya (Valencia), Cesar Azpilicueta (Chelsea), Marcos Alonso (Chelsea), Raul Albiol (Napoli)
Miðjumenn: Sergio Busquets (Barcelona), Sergi Roberto (Barcelona), Rodrigo (Atletico), Saul Niguez (Atletico Madrid), Dani Ceballos (Real Madrid), Thiago Alcantara (Bayern Munich)
Framherjar: Isco (Real Madrid), Marco Asensio (Real Madrid), Diego Costa (Atletico), Rodrigo Moreno (Valencia), Alvaro Morata (Chelsea), Suso (AC Milan)