Bakvörðurinn Juan Bernat hefur skrifað undir samning við franska stórliðið Paris Saint-Germain.
Þetta var staðfest í dag en PSG náði að tryggja sér þennan 25 ára gamla leikmann á lokadegi félagaskiptagluggans.
Bernat hefur undanfarin fjögur ár leikið með Bayern en hann var fyrir það hjá Valencia þar sem hann er uppalinn.
Bernat lék alls 75 deildarleiki fyrir Bayern á fjórum árum og skoraði sjö mörk. Hann á að baki sjö landsleiki fyrir Spán.