Leicester City í ensku úrvalsdeildinni hefur lánað miðjumanninn Bartosz Kapustka til Belgíu.
Þetta var staðfest í kvöld en Kapustka er 21 árs gamall leikmaður sem kom til Leicester fyrir tveimur árum.
Hann hefur þó ekki fengið tækifæri á King Power vellinum til þessa og var lánaður til Freiburg á síðustu leiktíð.
Kapustka gerði í dag samning við lið OH Leuven í Belgíu og mun spila þar út leiktíðina.
Kapustka þykir vera öflugur leikmaður en hann á að baki 14 landsleiki fyrir Pólland.