Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki alveg nógu sáttur við markvörðinn Simon Mignolet sem ræddi við fjölmiðla á dögunum.
Mignolet var ósáttur með að fá ekki að fara frá félaginu í sumar líkt og samherji sinn, Loris Karius sem samdi við Besiktas á láni.
Mignolet fór því með málin í fjölmiðlar en Klopp segir að hann skilji það að Belginn vilji ekki vera varamarkvörður fyrir Alisson Becker sem kom í sumar.
,,Hann fer ekki frá okkur í dag. Það er lítið vit í því að tala um vandamálin opinberlega,” sagði Klopp.
,,Það er betra að tala ykkar á milli. Ég trúi mikið á það. Þetta var samt í lagi. Þetta gerðist einu sinni og við erum öll manneskjur.”
,,Ef hann væri ánægður með að vera númer tvö myndi ég ekki þekkja hann. Hann er frábær atvinnumaður og markvörður. Auðvitað er hann ekki ánægður með að vera númer tvö.”
,,Það er þó margt verra í heiminum en að vera númer tvö á góðum launum hjá Liverpool.”